ELG mótorhjóliđ

Fyrsta mótorhjól Íslandssögunnar

 

Um þessar mundir er til sýnis að Samgönguminjasafninu á Skógum, fyrsta mótorhjól Íslandsögunnar. Hjólið kom hingað til lands 10. desember sl. vegna útgáfu bókarinnar “Þá riðu hetjur um héröð” sem fjallar um 100 ára sögu mótorhjólsins á Íslandi. Þann 19. júní nk. verða nákvæmlega 100 ár síðan hjólið kom til landsins en hjólið var flutt hingað með vélskipinu Kong Trygve frá Danmörku. Í auglýsingu úr blaðinu Reykjavík, laugardaginn 24. júní 1905 segir: “Reiðhjól, sem ekki þarf að stíga, en ganga með hreyfivél, flutti Þorkell Klemenz vélasmiður hingað nú með "Kong Trygve" um daginn. Það eru fyrstu reiðhjólin, sem fluzt hafa hingað til lands með þeirri gerð og hvað kosta með öllum útbúnaði 700-1000 krónur.”
 
Upphaflega hjólið?
 
ELG mótorhjólið á forsögu sína að rekja til Sviss, en ELG var vörumerki í Danmörku fyrir Motosacoche hjólin frá Sviss, og hefur ELG nafnið líklega þótt þjálla á tungunni en franska orðið sem þýðir reyndar “Mótor í tösku.” Danski innflytjandinn sem Þorkell hefur að öllum líkindum keypt hjólið af í ferð sinni til Danmerkur, hét Carl Johan Jansen og framleiddi hann einnig reiðhjól sem hann seldi undir nafninu Dansk Mercury. Það hefur því þótt eðlilegt framhald fyrir hann að færa sig upp í reiðhjól með hjálparmótor, eins og flokka má ELG hjólið. Það merkilega við hjólið sem er nú hér á landi í láni frá Tækniminjasafninu í Danmörku, er að á því er svokallað reynslunúmer sem leiðir getum að því að hjólið komi upphaflega frá danska umboðinu. Það gæti því allt eins verið hjólið sem kom hingað til lands það sem að Þorkell fékk það að frá umboðinu danska.
 
Einfalt að upplagi
 
Fyrsta Motosacoche hjólið var framleitt árið 1901, en tveimur árum áður höfðu tveir svissneskir bræður, Henry og Armand Dufaux frá Genf hannað littla fjórgengisvél. Vél þessa var hægt að festa inn í grindina á venjulegu reiðhjóli ásamt bensíntanki og rafgeymi. Það eina sem þurfti svo að gera var að festa reimhjól á afturdekkið, smeygja reiminni þar upp á og fara svo út að hjóla. Utan um bensíntankinn og efri hluta vélarinnar voru hlífar með einskonar trekt fremst sem gengdi því hlutverki að hleypa kælilofti að vélinni. Vélin sjálf var svo sem ekki stór, 211 rúmsentimetrar og aðeins 1,5 hestöfl og kallaðist A1. Stafurinn A stendur fyrir Accumulator sem er gamalt orð fyrir rafgeymi, en kveikjubúnaður vélarinnar var glóðakerti sem hitað var með orku frá rafgeyminum. Þurfti því að hlaða geyminn til þess að geta notað vélina. Rafmagnið hefur Þorkell líklega fengið hjá rafstöð Jóhannesar Reykdal í Hafnarfirði sem var þá nýkomin til skjalanna. Á þessum tíma tíðkaðist sú uppsetning vélarinnar, að notast var við sjálfvirkan inntaksventil, sem opnaðist með hreyfingu stimpilsins í vélinni. Þessi uppsetning kallaðist a.i.o.e. eða automatic inlet over exhaust, sem þýddi einfaldlega að sjálfvirki inntaksventillinn var fyrir ofan útblástursventilinn. Dufaux bræðurnir skáru sig samt frá fjöldanum með nýrri hönnun á virkni útblastursventilsins, sem að opnaðst og lokaðist eftir stöðu kambhjóls sem komið var fyrir utan á kasthjólinu neðan á vélinni. Að upplagi hefur þetta því verið einfalt hjól sem eflaust hefur verið kostur í augum vélfræðingsins Þorkels.
 
Auglýst til sölu
 
Þorkell Clemenz, sem einnig er þekktur fyrir að vera fyrsti bílstjóri Íslandssögunnar, auglýsti svo hjólið til sölu seinna um sumarið. Í Reykjavík, laugardaginn 15. júlí 1905 birtist þessi auglýsing: “BIFHJÓL, (reiðhjól með hreyfivél) eru til sölu: Hjól þessi þarf eigi að stíga; eru þau svo fljót í ferðum, að farið hefur verið á þeim á 19 mínútum á milli Reykjavíkur og Hafnarfjarðar. Til samanburðar skal þess getið, að bifreið Thomsens (motorvagninn) fer á c. 2 klst. suður að Hraunsholti, 3/4 leiðarinnar og fær hún nú þó eftir vagnstjóraskiftin að njóta afls síns í fullum mæli; (sbr. augl. í 34 tbl. "Reykjavíkur" bls. 134). Þorkell Þ. Clemenz.” Ekkert hefur svo af þessu hjóli spurst eftir þetta og engar frekari heimildir til um hjólið.
Nýjustu fréttir
Kurs jazdy na motor...
Informujemy, |e Bifhjólaskólinn Aðalbraut (szkola jazdy motorem) przeprowadzi...
Styttist í ađ...
Vegna góðrar veðurtíðar er stutt í að verkleg...
Frítt...
Viđ hjá Ađalbraut bjóđum uppá ţá nýjung ađ bjóđa ókeypis A1 mótorhjólapróf ţegar ţađ er tekiđ...

Mótorhjól til leigu

 

Við erum í góðu samstarfi við mótorhjólaleiguna Off Road Tours og bjóðum nemendum okkar að leigja mótorhjól á sérkjörum. Tvær gerðir ferðahjóla eru í boði, Honda NC750X og Honda Africa Twin 1000 og fást þau einnig leigð með töskum og galla. Þau eru auðveld í akstri og því tilvalið að leigja sér hjól einn dag til að halda kunnáttunni við. Einnig er hægt að leigja léttari 250 rsm torfæruhjól sem við bjóðum einnig uppá sérstök námskeið á. Hafðu samband við okkur í síma 869-1330 til að fá leigt hjól.

Njáll Gunnlaugsson

Búðu til þitt eigið nafnspjald