Intermot 2008

Nú er hinni árlegu Intermot mótorhjólasýningu nýlega lokið og þótt nýjungarnar hafi stundum verið fleiri var ýmislegt nýtt og spennandi að skoða núna sem áður. Athygli vakti mikill fjöldi framleiðenda frá Austurlöndum fjær og þá helst frá Kína. Þar voru þó engar nýjungar á ferðinni enda byggir sá markaður enn að stórum hluta á eldri gerðum annarra framleiðenda. Nýjungarnar voru helst í stóru básunum hjá evrópsku og japönsku framleiðendunum og þá einna helst BMW, sem er á mikilli siglingu þessi misseri.

 

BMW sýndi mörg ný hjól að þessu sinni, meðal annars þrjár gerðir af nýja K1300 hjólinu. K1300R er nakin útgáfa þess og er aðeins 217 kíló með 173 hestöfl til að spila úr. Ekki afleit aflhlutföll það. Útlitið sækir mikið í K1200R enda notar það líka Duolever framfjöðrunina eins og reyndar línan öll. Athygli vakti ein “nýjung” í viðbót en komin er hefðbundin stefnuljósarofi í K1300 hjólin, sem verður að teljast fréttir þar sem BMW hefur alltaf viljað nota sína sérviskulegu uppsetningu sem notar þrjá takka í stað eins. Hin hjólin tvö í línunni eru K1300GT sem er 160 hestafla ferðaútgáfa og svo K1300S sem ætlað er að keppa við Hayabusa hjólið frá Suzuki. Með 175 hestöfl og 228 kíló mun það örugglega gera það. BMW sýndi þar að auki keppnisútgáfu af væntanlegu ofurhjóli sínu S1000RR sem væntanlegt er á markað seint á næsta ári. Hægt verður að panta það strax næsta vor og að sögn BMW verður það með spólvörn til að ráða betur við öll 180 hestöflin.
 

Aprilia sýndi RSV4 Factory sem er bara aflmesta og framúrstefnulegasta hjól sem þeir hafa smíðað. Vélin er 65 gráðu V4 og skilar 180 hestöflum og tölvustýrt fjölstillanlegt kveikjukerfið er hreinasta bylting í þessum geira. Eins og mörg önnur hjól í þessum flokki er spólvörn staðalbúnaður. Aprilia Shiver 750 hjólið hefur líka fengið andlitslyftingu og ABS svo eitthvað sé nefnt.

 

Honda frumsýndi tilraunaútgáfu af V4 hjóli sýnu, til að undirstrika að V4 yrði hjartað í helstu sporthjólum þeirra í framtíðinni. Það ætti að slá á flugusagnir þess efnis að vænta sé V5 VFR með takkaskiptingu.

 

Triumph Scrambler verður nú fáanlegt í nýrri útgáfu tileinkaðri leikaranum Steve McQueen. Hjólið er mattgrænt og á greinilega að minna menn á hjólið úr “The Great Escape” sem var reyndar breytt Triumph TR6 hjól. Triumph sýndi einnig nýja gerð af Tiger SE með meiri búnaði en áður.

 

Gladius er nýjasta viðbótin í bás Suzuki.og þótt hér sé engin nýjung á ferðinni er hjólið líklegt til vinsælda. Það er nýtískulegt í útliti og fáanlegt í mörgum liturm og litagerðum sem gerir það persónulegra fyrir hvern og einn. Meira að segja felgurnar verða fáanlegar í mörgum litum.
Nýjustu fréttir
Kurs jazdy na motor...
Informujemy, |e Bifhjólaskólinn Aðalbraut (szkola jazdy motorem) przeprowadzi...
Styttist í ađ...
Vegna góðrar veðurtíðar er stutt í að verkleg...
Frítt...
Viđ hjá Ađalbraut bjóđum uppá ţá nýjung ađ bjóđa ókeypis A1 mótorhjólapróf ţegar ţađ er tekiđ...

Mótorhjól til leigu

 

Við erum í góðu samstarfi við mótorhjólaleiguna Off Road Tours og bjóðum nemendum okkar að leigja mótorhjól á sérkjörum. Tvær gerðir ferðahjóla eru í boði, Honda NC750X og Honda Africa Twin 1000 og fást þau einnig leigð með töskum og galla. Þau eru auðveld í akstri og því tilvalið að leigja sér hjól einn dag til að halda kunnáttunni við. Einnig er hægt að leigja léttari 250 rsm torfæruhjól sem við bjóðum einnig uppá sérstök námskeið á. Hafðu samband við okkur í síma 869-1330 til að fá leigt hjól.

Njáll Gunnlaugsson

Búðu til þitt eigið nafnspjald