Bláa Hondan

Einn af stofnfélögum Snigla heitir Lúðvík Vilhelmsson, oft kallaður Súper-Lúlli af hjólafélögum sínum, átti Honda CB 900 hjólið sem hér er fjallað um. Núverandi eigandi þess heitir Albert Svavarsson, gamall vinur Lúlla og keypti hann það af honum með loforði um að selja það ekki nema að tala við hann fyrst. Hjólið þótti merkilegur gripur á sínum tíma og þykir reyndar enn, svo merkilegur að tvö erindi á Söngolíudisk Sniglanna er tileinkuð því.
 
Honda bláa Honda hugann dregur
Hvað er fyrir framan framdekkið
Þangað liggur langur ljúfur vegur
Bíður mín þar gjörvallt kvenkynið
 
Urra burra birr, ég vildi fara fyrr
Bruna þú nú bifhjól mitt
Brunum fram úr bílum Bandaríkin fílum
Undir mér er fjalltraust hjólið mitt.
 
Víðförult hjól
 
Eins og sjá má á textanum hefur hjólið farið víða, meðal annars í mikla Ameríkuför árið 1985, en þá fór Lúlli á því 25.000 km í gegnum 27 fylki Bandaríkjanna og 3 fylki Kanada. Áður en að Lúlli eignaðist það 1984 hafði hjólið verið í eigu kvikmyndanema að nafni Örn sem mun hafa farið á því í Evrópuför. Fyrsta ferðin sem að Lúlli fór svo á því var norður Sprengisand og suður Kjöl, og er fjallað um þá ferð í væntanlegri bók um 20 ára sögu Sniglanna.
 
Vél nokkuð breytt
 
Albert Svavarsson eignaðist þennan víðförla grip árið 1991. Að hans sögn mun Lúðvík hafa verið búinn að breyta hjólinu nokkuð og það eina sem að gert hefur verið við það síðan sé að setja í það alvöru Flatslide blöndunga. Reyndar lét Albert líka sprauta hjólið í upprunalegu litasamsetningunni fyrir nokkrum árum. Búið er að bora vélina út í 985 rúmsentimetra og setja nýjar slífar, með þjöppuhærri stimplum og sérstyrktum stimpilstöngum úr léttmálmi. Búið er að styrkja annan gírinn sérstaklega fyrir þessa vél sem á að skila um 125 hestöflum. Hjólið fékk í sömu yfirferð nýjar tímakeðjur og höfuðlegur ásamt heitari ásum. Einnig eru Vance & Hines flækjur og K&N keppnissíur í hjólinu.

 

 

Þessi mynd er tekin þegar Lúðvík og félagi hans í fyrri hluta ferðarinnar, Jóhann Hilmarsson voru að fara inn í Mojave eyðimörkina í Kaliforníu. Þeir höfðu ætlað að fara yfir að nóttu til, en vegna misskilnings komu þeir að henni um hádegisbilið í 40 stiga hita. Þeir lulluðu yfir á loftkældum hjólunum sem hitnuðu rosalega, þannig að heddið hreinlega hvítnaði á Hondunni.

 

Þessa mynd tók Karl Gunnlaugsson, sem ók með Lúðvík seinni hluta ferðarinnar, á leiðinni frá Winnepeg. Lúðvík var með farangursteygjur á stýrinu eins og taum á hesti og ók mest 1100 km einn daginn eftir að hann komst upp á lag með þennan búnað.

 

Hjólið ásamt núverandi eiganda sínum eins og það lítur út í dag, nánast alveg eins og það gerði fyrir 20 árum síðan. Hjólið var á meðal sýningargripa á 20 ára afmælissýningu Sniglanna í húsnæði Arctic Trucks.
Nýjustu fréttir
Kurs jazdy na motor...
Informujemy, |e Bifhjólaskólinn Aðalbraut (szkola jazdy motorem) przeprowadzi...
Styttist í ađ...
Vegna góðrar veðurtíðar er stutt í að verkleg...
Frítt...
Viđ hjá Ađalbraut bjóđum uppá ţá nýjung ađ bjóđa ókeypis A1 mótorhjólapróf ţegar ţađ er tekiđ...

Mótorhjól til leigu

 

Við erum í góðu samstarfi við mótorhjólaleiguna Off Road Tours og bjóðum nemendum okkar að leigja mótorhjól á sérkjörum. Tvær gerðir ferðahjóla eru í boði, Honda NC750X og Honda Africa Twin 1000 og fást þau einnig leigð með töskum og galla. Þau eru auðveld í akstri og því tilvalið að leigja sér hjól einn dag til að halda kunnáttunni við. Einnig er hægt að leigja léttari 250 rsm torfæruhjól sem við bjóðum einnig uppá sérstök námskeið á. Hafðu samband við okkur í síma 869-1330 til að fá leigt hjól.

Njáll Gunnlaugsson

Búðu til þitt eigið nafnspjald