Ćtla ađ koma í ţriđja sinn
 
Margir útlendingar heimssækja Ísland á mótorhjólum árlega og eru sumir að koma í annað eða þriðja sinn. Gott dæmi um það eru hollensku hjónin Marc og Marian Splinter, sem hafa heimsótt Ísland tvisvar á þann hátt og ráðgera að koma hingað í þriðja sinn á næstu árum. Þau eru ekki óvön ferðamennsku af þessu tagi því að árlega fara þau í tvær til þrjár langferðir á einhverjum þeirra fjögurra BMW mótorhjóla sem þau hafa úr að velja. Næsta ferð þeirra verður til dæmis farin um gjörvalla Norður-Afríku, frá Egyptalandi til Marokkó. Af þeim mörgu ferðum sem þau hafa farið segja þau samt að seinni Íslandsferð þeirra hafi verið sú besta hingað til. Njáll Gunnlaugsson spurði þessa Íslandsvini aðeins út í þessi ferðalög þeirra.
 
“Við byrjuðum að skipuleggja fyrstu ferð okkar til Íslands árið 1997” segir Marco. “Við vildum sjá hinar heimsþekktu náttúruperlur landsins, eins og Geysir, jöklana, eldfjöllin og einnig norðurljósin. Til þess keyptum við BMW R100GS torfæruhjól sem gat tekið okkur bæði og einnig nokkuð af farangri. Við útbjuggum hjólið sem best við gátum til að þola dýfingar í köldum ánum. Á því áttum við frábæra ferð um sumarið og sáum allt það sem við ætluðum okkur. Þó var það erfitt að keyra hjólið með tvo farþega og farangur í gljúpum eldfjallasandinum svo að við létum hálendið að mestu vera og komum þess í stað aftur árið 2001 á sitt hvoru hjólinu. Marian hafði þá fengið sér BMW R80GS sem hentaði henni vel. Með okkur slóst í förina vinir okkar sem við kynntumst í fyrstu ferðinni okkar hingað. Við vildum öll ná að skoða betur hálendið og sáum ekki eftir því, þvílíkt sumar! Þessi ferð til Íslands er okkar uppáhaldsferð af öllum.” Marco sagði að lokum að þau vildu koma aftur til landsins og sjá meira af hálendinu, og áætla því að koma til landsins innan þriggja ára.
Nýjustu fréttir
Kurs jazdy na motor...
Informujemy, |e Bifhjólaskólinn Aðalbraut (szkola jazdy motorem) przeprowadzi...
Styttist í ađ...
Vegna góðrar veðurtíðar er stutt í að verkleg...
Frítt...
Viđ hjá Ađalbraut bjóđum uppá ţá nýjung ađ bjóđa ókeypis A1 mótorhjólapróf ţegar ţađ er tekiđ...

Mótorhjól til leigu

 

Við erum í góðu samstarfi við mótorhjólaleiguna Off Road Tours og bjóðum nemendum okkar að leigja mótorhjól á sérkjörum. Tvær gerðir ferðahjóla eru í boði, Honda NC750X og Honda Africa Twin 1000 og fást þau einnig leigð með töskum og galla. Þau eru auðveld í akstri og því tilvalið að leigja sér hjól einn dag til að halda kunnáttunni við. Einnig er hægt að leigja léttari 250 rsm torfæruhjól sem við bjóðum einnig uppá sérstök námskeið á. Hafðu samband við okkur í síma 869-1330 til að fá leigt hjól.

Njáll Gunnlaugsson

Búðu til þitt eigið nafnspjald