Porsche 911 Carrera S Cabriolet

Á Spáni er gott að spóla og skrensa

Eitt vinsælasta og þekktasta tegundarheiti bílabransans er án efa Porsche 911.
Porsche 911 kom fyrst fram á sjónarsviðið haustið 1963 og fljótlega fylgdi blæjuútgáfa í kjölfarið. Á þeim rúmlega fjórum áratugum sem bíllinn hefur verið í framleiðslu hafa ýmsar gerðir hans orðið til og nöfn eins og Targa, Carrera og Turbo hljóma kunnuglega í eyrum bílaáhugamanna. Cabriolet útgáfan hefur alltaf verið eftirsóknarverð og nýjasta kynslóð hennar var kynnt blaðamönnum á Spáni á vordögum.
 
Hreinræktaðir gæðingar
 
Staðurinn sem kynningardeild Porsche hafði valið í nágrenni Sevilla átti vel við. Hacienda La Boticaria hótelið var gamall herragarður sem breytt hefur verið í fimm stjörnu hótel og við hliðina á því eru ræktaðir gæðingar sem eiga ættir sínar að rekja til þeirra daga þegar arabar réðu ríkjum á þessum slóðum. Dagskrá prófunardagsins var þéttpökkuð og eldsnemma um morguninn var farið niður í andyri þar sem að tuttugu stífbónaðir gæðingar biðu í morgunhúminu. Útlitslega má segja að 911 bíllinn fari aftur í tíma og er það meint á jákvæðan hátt. Línur eru einfaldari og klassískari sem er þægileg tilbreyting frá ýktum línum flestra keppinautanna. Mest áhersla var lögð á endurformun afturhluta og er grillið samtímis vindskeið sem hækkar með auknum hraða. Vindstuðull í Cabriolet er aðeins 0.29 Cd sem er með því lægsta sem þekkist í blæjusportbíl. Einnig var lið verkfræðinga sett í endurhönnun blæjunnar sem er mun þéttari en áður. Vakti það athygli hversu laus hún var við vindlhjóð þótt ekið væri á þriðja hundraðinu eftir nánast tómri hraðbrautinni þennan morguninn.
 
Ótemja sem auðvelt er að hemja
 
Eftir rúmlega 100 km akstur tóku fjallvegir Alcornocales þjóðgarðsins í Andalúsíu við og þá fór bíllinn líka að láta ljós sitt skína. Vegirnir hlykkjuðust þar upp og niður hlíðar fjallgarðsins og hrein unun var að henda bílnum þar í beygjurnar sem kölluðu á mann að láta nú reyna á gripinn. Sérstyrktur undirvagninn er 9% stífari en áður og eru aksturseiginleikar blæjubílsins engu síðri. Ekki skemmdi fyrir að prófunarbíllinn var með tölvustýrða PASM demparakerfið sem er fáanlegt sem aukabúnaður í Carrera en verður staðalbúnaður í Carrera S. Bíllinn lækkar um 10 mm þegar sett er í sportstillingu PASM kerfisins og finnst þá greinilegur munur á bílnum í akstri sem verður allur stífari. Í hefðbundinni stillingu ræður bíllinn hins vegar betur við ójöfnur í veginum og aksturinn verður þægilegri fyrir vikið. Dempararnir sjálfir eru stillanlegir og minnka eða auka þrýsting í sér eftir þörfum. Tveir skynjarar í yfirbyggingunni sjá um að mæla hreyfingar hennar og tölvuheilinn bætir síðan við upplýsingum frá hröðun bílsins, beygjuhorni, bremsukröftum og hraða. Stífleikinn er síðan minnkaður eða aukinn á hverju hjóli fyrir sig samkvæmt þessum upplýsingum. Porsche hefur alltaf geta státað af því að smíða bíla sem að hver sem er getur keyrt þótt hér sé um hreinræktaðan sportbíl að ræða. Aldrei hefur það þó verið nær sannleikanum en núna því að Cabriolet bíllinn er lipur með afbrigðum. Kúpling er mun léttari en áður og skiptingar verða auðveldari því að búið er að stytta færslu milli gíra um 15%. Það eina sem undirritaður hafði yfir að kvarta var afskiptasöm skrikvörn sem að dró fullmikið niður í bílnum þegar hún kom inn. Var því haft slökkta á henni mestallan tímann ef undanskilinn er smá kafli þar sem að sandur hafði náð að setjast á veginn.
 
Slær engin sölumet
 
Óhætt er að spá því að Porsche 911 Cabriolet mun ekki slá nein sölumet á Íslandi, til þess er hann of dýr, en grunnverð hans er 9.890.000 kr. fyrir Carrera og 11.200.000 fyrir Carrera S. Þó má segja að bíllinn getur alveg þess vegna hentað íslenskum aðstæðum fyrir þá staðreynd að blæjan einangrar vel og þolir bleytu og slabb. Ekki skemmir fyrir að hún er að öllu leyti rafdrifin og má opna hana eða loka á allt að 50 km hraða. Ef hann hefði aftursæti eins og Coupé útgáfan væri dæmið fullkomnað en þar sem að blæjan verður að geymast einhverstaðar er því ekki að heilsa.
 
Bílnum var ekið um kræklótta fjallvegi austan við Sevilla og eins og sjá má var sums staðar stutt fram á hengiflugið.
 
Print
Nýjustu fréttir
Kurs jazdy na motor...
Informujemy, |e Bifhjólaskólinn Aðalbraut (szkola jazdy motorem) przeprowadzi...
Styttist í ađ...
Vegna góðrar veðurtíðar er stutt í að verkleg...
Frítt...
Viđ hjá Ađalbraut bjóđum uppá ţá nýjung ađ bjóđa ókeypis A1 mótorhjólapróf ţegar ţađ er tekiđ...

Mótorhjól til leigu

 

Við erum í góðu samstarfi við mótorhjólaleiguna Off Road Tours og bjóðum nemendum okkar að leigja mótorhjól á sérkjörum. Tvær gerðir ferðahjóla eru í boði, Honda NC750X og Honda Africa Twin 1000 og fást þau einnig leigð með töskum og galla. Þau eru auðveld í akstri og því tilvalið að leigja sér hjól einn dag til að halda kunnáttunni við. Einnig er hægt að leigja léttari 250 rsm torfæruhjól sem við bjóðum einnig uppá sérstök námskeið á. Hafðu samband við okkur í síma 869-1330 til að fá leigt hjól.

Njáll Gunnlaugsson

Búðu til þitt eigið nafnspjald