Mazda CX-7

Loksins sportlegur jepplingur

Fyrir þá sem að ekki vita hefur Mazda CX-7 jepplingurinn verið fáanlegur á Íslandi síðan í haust í ameríkuútgáfu en það er innflutningsfyrirtækið X4 á Malarhöfða sem að flytur hann inn. Umboðsaðili Mazda á Íslandi, Brimborg mun þó ekki fá Evrópugerð hans fyrr en síðla árs 2007 eins og aðrar Evrópuþjóðir. Við Íslendingar getum þó gegnum götótt innflutningskerfi bíla smeygt okkur fram fyrir röðina og keypt ameríkutýpur sýnist okkur svo.
 
Líkist RX-8 sportbílnum
 
Það dylst engum að Mazda CX-7 er í senn fallegur og sportlegur bíll. Uppleggið við hönnun hans var að búa til jepplingsútgáfu af RX-8 sportbílnum og svei mér þá ef að það hefur ekki tekist. Meðal þeirra atriða er framsvipurinn í heild sinni með stórum loftinntökunum og löngum aftursveigðum frambrettunum. Annað lykilatriði í hönnun hans er framrúða sem að hallar 66 gráður aftur sem þýðir að ökumaður þarf að sitja mun aftar en í öðrum jepplingum af svipaðri stærð. Fyrir þá sem eru að leita sér að sportlegri jeppling sem er ekki með afastimpil er þetta því eflaust bíllinn. Að innan er bíllinn ekki síður sportlegur og fjólublá og rauð ljós taka þar á móti manni. Við prófuðum leðurklæddan bíl með enn sportlegri búnaðarpakka. Meðal þess var skrik- og spólvörn, tölvustýrð miðstöð, aksturstölva og Xenon ljós fyrir aðalljósin sem að eru með sjálfvirknisstillingu. Sá búnaður virkaði samt ekki nógu vel í íslenska skammdeginu og vildi slökkva á sér of snemma. Sjálfskiptingin er með valskiptingu og þar sem auðvelt er að færa stýri aftarlega verður stutt í skiptinguna sem að eykur á sportlega tilfinningu bílsins. Sætin er frekar stór og þægileg og rýmið er gott fyrir fætur, líka í aftursætum. Hærri menn gætu þó fundið fyrir minna höfuðrými. Milli framsæta er svo óvenjustórt hólf sem að rúmar meira að segja fartölvu, hvorki meira né minna. Mottan í farangursrými er líka sniðug en hún er með teppi öðru megin en ef henni er snúið við er hún gúmmímotta með brúnum sem að hentar vel stórum og skítugum hundum til að mynda.
 
Keppir við V6 bíla
 
Vélin er sama 2,3 lítra vélin og er í Mazdaspeed 6 en er með lengri togkúrfu sem að hentar betur sex þrepa sjálfskiptingunni. Forþjappan er stærri og togið frá henni kemur því fyrr inn eða við 2.500 snúninga. Fjórhjóladrifið virkar þannig að þegar ekki er þörf á því er allur krafturinn á framhjólunum en tvær segulkúplingar sjá um að senda helminginn af aflinu til afturhjólanna þegar framhjól fara að missa grip. Engin læsing er þó á þessum búnaði eins og margar tegundir jepplinga eru nú farnar að bjóða. Á Ameríkumarkaði þarf þessi bíll að keppa við V6 útgáfur og í þeim samanburði stendur hann sig nokkuð vel. Aksturseiginleikar CX-7 eru fyrst og fremst það sem gerir þennan bíl sportlegan. Upptakið er gott og þá sérstaklega meðan bíllinn er á ferðinni. Til að mynda er framúrakstur auðveldur gerist þess þörf. Stýrið veitir góða tilfinningu og ólíkt flestum öðrum jepplingum er mjög lítið um boddíveltu og undirstýringu þegar lagt er á hann í beygjur á nokkurri ferð. Bíllinn er búinn skrikvörn sem staðalbúnaði og hún truflar ekki ökumanninn mikið þótt hún komi aðeins inn. Hægt er að slökkva á henni með einum takka en hún kemur þó strax inn aftur ef að maður missir aðeins of mikið tökin á bílnum. Bremsurnar eru góðar líka og það munar um tveggja stimpla dælur og kælda diska að framan og aftan.
 
Kemur á óvart á mölinni
 
Miðað við hvað bíllinn er stífur á malbiki kemur það á óvart hversu vel hann ræður við akstur á grófum malarvegi. Fjöðrunin át upp allar holur og steina án þess að kasta til hjólunum svo að aksturinn varð eins og á sléttu malbiki. Mazda CX-7 er enginn jeppi enda reynir hann heldur ekki að vera það. Hann virkar utan frá frekar lágur en þegar betur er að gáð er frekar hátt undir hann. Lægsti punktur er 206 mm en það er aftari hvarfakútur svo að betra er að fara varlega. Mazda CX-7 kostar hjá X4 að grunnverði 3.990.000 kr. en með fjórhjóladrifi og Premium pakka þeim sem kominn er I prófunarbílinn kostar hann 4.840.000 kr.
 
Mynd: Tryggvi Þormóðsson.
 
Print
Nýjustu fréttir
Kurs jazdy na motor...
Informujemy, |e Bifhjólaskólinn Aðalbraut (szkola jazdy motorem) przeprowadzi...
Styttist í ađ...
Vegna góðrar veðurtíðar er stutt í að verkleg...
Frítt...
Viđ hjá Ađalbraut bjóđum uppá ţá nýjung ađ bjóđa ókeypis A1 mótorhjólapróf ţegar ţađ er tekiđ...

Mótorhjól til leigu

 

Við erum í góðu samstarfi við mótorhjólaleiguna Off Road Tours og bjóðum nemendum okkar að leigja mótorhjól á sérkjörum. Tvær gerðir ferðahjóla eru í boði, Honda NC750X og Honda Africa Twin 1000 og fást þau einnig leigð með töskum og galla. Þau eru auðveld í akstri og því tilvalið að leigja sér hjól einn dag til að halda kunnáttunni við. Einnig er hægt að leigja léttari 250 rsm torfæruhjól sem við bjóðum einnig uppá sérstök námskeið á. Hafðu samband við okkur í síma 869-1330 til að fá leigt hjól.

Njáll Gunnlaugsson

Búðu til þitt eigið nafnspjald