Kawasaki Versys

Fjölbreytilegt fjölnotahjól

 

Kawasaki Versys er eitt af þeim hjólum sem er ætlað að höfða til fleiri en eins hóps mótorhjólafólks. Að sumu leyti má segja að Versys hjólið sé ferðahjól með möguleika á malarakstri, en supermoto eiginleikarnir eru einnig fyrir hendi. Grunnurinn er nógu einfaldur svo sem, en hjólið byggir á sama grunni og 650 götuhjólið sem er orðið þaulreynt þótt það hafi fengið nýtt útlit ekki alls fyrir löngu.
 
Þaulreynd vél
 
Hjartað í hjólinu er sama þaulreynda tveggja strokka línuvélin með pústinu undir vélinni og grindinni. Þjappan í Versys er þó aðeins lægri eða 10,6:1 í stað 11,3:1 í götuhjólinu. Fjöðrunin er lengri og að framan eru öfugir 41 mm sem eru stillanlegir. Afturfjöðrun er lárétt og hægt er að stilla afturdemparann á 13 mismunandi vegu. Sætishæðin er nokkuð há eða 840 mm sem er nokkru hærra en á götuhjólinu en samt er Versys kílói léttara. Hjólhaf, halli stýristúpu og ferill hennar er að öðru leyti sá sami en stýrið er hærra sem gerir það þægilegra í beygjurnar.
 
Snöggt af stað
 
Hjólið er frekar lággírað og því fljótt af stað og auðvelt að lyfta framdekkinu einungis með inngjöf í fyrstu tveimur gírunum. Það þýðir reyndar að hjólið er að snúast nokkuð á langkeyrslunni því að á 90 km hraða er hjólið á 4.000 snúningum. Það gerir þó litið til nema ef vera skyldi fyrir aðeins meiri eyðslu en hjólið er laust við titring svo að segja, það vottar aðeins fyrir honum í kringum 3.000 snúninga en svo ekki söguna meir. Það er líka gott tog í hjólinu á lægri snúning og því þarf ekki að vera skipta í sífellu niður.
 
Skemmtilegast í bænum
 
Reynsluakstur hjólsins fór fram um víðan völl, bæði innanbæjar og einnig á malarvegum við Kleifarvatn og Djúpavatn. Helstu kostir hjólsins koma fram í borgarakstri þar sem að hjólið er lipurt og skemmtilegt með góða snerpu. Á langkeyrslu er gírun þess í lægri kantinum og það getur verið þreytandi á lengri leiðum en á móti kemur að vindvörn þess er góð og það klýfur vel vindinn fyrir ökumanninn. Á malarvegi er hjólið furðu gott þótt að vissara væri að fá það á grófari dekkjum ef vel á að vera. Fjöðrunin étur upp holur og grjót og ABS hemlalæsivörn kemur sér vel ef í harðbakkann slær. Stýrið mætti vera aðeins hærra svo að þægilegt sé að standa á hjólinu í lengri tíma en segja má að allir venjulegir malarvegir eru þessi hjóli enginn farartálmi.
Print
Nýjustu fréttir
Kurs jazdy na motor...
Informujemy, |e Bifhjólaskólinn Aðalbraut (szkola jazdy motorem) przeprowadzi...
Styttist í ađ...
Vegna góðrar veðurtíðar er stutt í að verkleg...
Frítt...
Viđ hjá Ađalbraut bjóđum uppá ţá nýjung ađ bjóđa ókeypis A1 mótorhjólapróf ţegar ţađ er tekiđ...

Mótorhjól til leigu

 

Við erum í góðu samstarfi við mótorhjólaleiguna Off Road Tours og bjóðum nemendum okkar að leigja mótorhjól á sérkjörum. Tvær gerðir ferðahjóla eru í boði, Honda NC750X og Honda Africa Twin 1000 og fást þau einnig leigð með töskum og galla. Þau eru auðveld í akstri og því tilvalið að leigja sér hjól einn dag til að halda kunnáttunni við. Einnig er hægt að leigja léttari 250 rsm torfæruhjól sem við bjóðum einnig uppá sérstök námskeið á. Hafðu samband við okkur í síma 869-1330 til að fá leigt hjól.

Njáll Gunnlaugsson

Búðu til þitt eigið nafnspjald