Suzuki V-Strom 1000

Suzuki V-Strom kom fyrst fram á sjónarsviðið árið 2002 og var strax vel tekið sem vel heppnuðu ferðahjóli. Suzuki framleiðandinn kallaði hjólið fyrsta sportþolaksturshjólið og hefur að nokkru leyti rétt fyrir sér. Hjólið er reyndar ekki mikið torfæruhjól en ræður vel við malarvegi og slóða. Sá hópur sem að kaupir slík hjól er nefnilega stór í Evrópu. Nægir þar að nefna keppinauta eins og BMW 1200 GS, Triumph Tiger, Ducati Multistrada og Honda Varadero. Uppsetningin er alltaf svipuð, stór framdekk með hálf-kubbadekkjum og langri fjöðrun.

Vélin sem að V-Strom notar er að grunninum til vél fyrir sporthjól og því létt eftir því. Hjól eins og TL 1000 notar sömu vélina. Hún er 90° V2 og rúmtakið er 996 rúmsentimetrar. Knastásar eru gírdrifnir sem að tryggir nákvæmni og endingu. Gírkassinn er sex gíra og er sjötti gírinn nokkurs konar yfirgír, enda kviknar á OD ljósi á mælaborðinu þegar sett er í sjötta gír. Nóg afl er í boði til að nota hvar sem er í gírunum.

Hjólhafið er í lengra lagi fyrir hjól af þessari gerð og þess vegna betra að hafa afturfjöðrun stífari á malbiki til að hjólið sé sneggra í beygjurnar. Hjólið er annars snöggt að svara með stóru stýri sem að veitir nóg vogarafl. Hjólið hefur frekar langa fjöðrun og bakslagið virðist vera betra með stífari fjöðrunarstillingu að aftan.

Ásetan er frekar upprétt og fótstigin frekar utarlega. Ökumaður situr hátt á hjólinu og þeir sem eru undir 180 sm gætu lent í vandræðum. Kosturinn er líka sá að maður sér vel yfir umferðina í bænum og þar er það líka létt og viðráðanlegt. Ökumaður er frekar vel varinn gagnvart vindi en þó vottar fyrir vindbarningi á hjálminn, en hægt er að panta stærri vindkúpu til að redda því. Hjólið er frekar eyðslugrannt og fer því alngt á 22 lítra tankinum. Þótt að bremsur séu bara í meðallagi er það dæmigert fyrir þessa tegund hjóla.
Print
Nýjustu fréttir
Kurs jazdy na motor...
Informujemy, |e Bifhjólaskólinn Aðalbraut (szkola jazdy motorem) przeprowadzi...
Styttist í ađ...
Vegna góðrar veðurtíðar er stutt í að verkleg...
Frítt...
Viđ hjá Ađalbraut bjóđum uppá ţá nýjung ađ bjóđa ókeypis A1 mótorhjólapróf ţegar ţađ er tekiđ...

Mótorhjól til leigu

 

Við erum í góðu samstarfi við mótorhjólaleiguna Off Road Tours og bjóðum nemendum okkar að leigja mótorhjól á sérkjörum. Tvær gerðir ferðahjóla eru í boði, Honda NC750X og Honda Africa Twin 1000 og fást þau einnig leigð með töskum og galla. Þau eru auðveld í akstri og því tilvalið að leigja sér hjól einn dag til að halda kunnáttunni við. Einnig er hægt að leigja léttari 250 rsm torfæruhjól sem við bjóðum einnig uppá sérstök námskeið á. Hafðu samband við okkur í síma 869-1330 til að fá leigt hjól.

Njáll Gunnlaugsson

Búðu til þitt eigið nafnspjald