Triumph Speedmaster
Skemmtilegur pakki
 
Triumph merkið er þekkt vörumerki mótorhjóla og eitt það elsta líka. Fyrsta Triumph hjólið var framleitt árið 1902 sem gerir það einu ári eldra en Harley Davidson. Triumph mótorhjólin voru á árum áður hjólin sem aðrir framleiðendur miðuðu sig við og þegar Kawasaki byrjaði að framleiða stór mótorhjól var T120 hjólið tekið og kóperað skrúfu fyrir skrúfu. Eftir hrun bresku mótorhjólaframleiðslunnar snemma á áttunda áratugnum voru bresk hjól nánast ekki til í hjartnær tvo áratugi en svo gerðist það að Triumph merkið var endurvakið og á síðustu 10-15 árum hefur það náð aftur fyrri frægð og hæðum. Bílar og Sport fengu á dögunum Speedmaster hjól til reynslu frá nýstofnuðu umboði Triumph hjóla á Íslandi, Krossgötum ehf.
 
Byggir á America hjólinu
 
Triumph Speedmaster er í grunninn Bonneville America og notar sömu vélina. Það sem er öðruvísi er mattsvört áferð á vélinni, lægri gírun, styttra stýri og steyptar felgur, auk hnakks með svokölluðu keppnislagi. Sætið er því með þægilegasta móti fyrir ökumann en vægast sagt óþægilegt fyrir farþega. Ásetan ætti að henta vel flestum stærðum af ökumönnum og fyrir meðalmann á hæð eins og undirritaðan hentaði það fullkomnlega. Margt í hjólinu er tekið beint úr hinu vinsæla America hjóli eins og tankurinn og mælaborðið í honum, sem minnir mikið á útfærslur frá því um og eftir seinni heimsstyrjöld. Eini gallin við það er að maður þarf að horfa óþægilega mikið niður fyrir sig og þá sérstaklega til að kíkja eftir gaumljósi fyrir stefnuljósið.
 
Stöðugt í akstri
 
Bremsurnar eru diskabremsur og tvöfaldar að framan svo að hjólið stoppar vel þegar á þarf að halda og undirstrikar þannig enn frekar keppnisstíl hjólsins. Frambremsan gefur mjög góða tilfinningu en afturbremsan síður, enda á stórum og þungum pedal. Eins og í America útgáfunni er búið að lengja hjólhafið og fyrir vikið er hjólið mjög stöðugt í akstri, án þess þó að vera undirstýrt eins og títt er um hippa. Fjöðrun hjólsins er í stífara lagi og þá sérstaklega að aftan en þrátt fyrir það ræður hjólið vel við akstur á malarvegi og hjálpar þá lengdin því að gera það stöðugt. Auðvelt er að leggja hjólið í beygjur en gæta þarf að standara vinstra megin sem er fullsíður og fljótur að snerta jörð.
 
Snöggt upp á lagið
 
Hámarkssnúningshraði vélarinnar eru 7.500 snúningar sem er aðeins meira en í America hjólinu. Vélin er snögg á snúning og laus við allan titring og nær 90% af snúningsvægi sínu við 2.750 snúninga svo að maður fær það fljótt á tilfinninguna að það þurfi að skipta upp um gír. Prófunarhjólið var með styttra og opnari pústkerfi sem að gaf vélinni mjög röff hljóð sem minnti einna helst á hljóð í gömlu Intruder hjólunum fyrir þá sem kannast við það. Aflið er nægilegt og alltaf til staðar þegar á þarf að halda og hjólið er mátulega aggressíf án þess að vera erfitt í viðmóti. Segja má að í Speedmaster sameinist hippi og powercruiser í einum skemmtilegum pakka.
 
Stendur undir nafni
 
Með síhækkandi gengi evrunnar er erfitt að bera saman verð svo vel sé en verðmiðinn á Speedmaster hjólinu er 1.695.000 kr. Í samanburði við japönsku hjólin er það auðvitað fullmikið en ekki ef borin eru saman verð á sambærilegum evrópskum hjólum svo ekki sé talað um Harley Davidson. Þegar öllu er á botnin hvolft er það hvað maður er tilbúinn að borga fyrir merkið, sem stendur alveg undir nafni.
Print
Nýjustu fréttir
Kurs jazdy na motor...
Informujemy, |e Bifhjólaskólinn Aðalbraut (szkola jazdy motorem) przeprowadzi...
Styttist í ađ...
Vegna góðrar veðurtíðar er stutt í að verkleg...
Frítt...
Viđ hjá Ađalbraut bjóđum uppá ţá nýjung ađ bjóđa ókeypis A1 mótorhjólapróf ţegar ţađ er tekiđ...

Mótorhjól til leigu

 

Við erum í góðu samstarfi við mótorhjólaleiguna Off Road Tours og bjóðum nemendum okkar að leigja mótorhjól á sérkjörum. Tvær gerðir ferðahjóla eru í boði, Honda NC750X og Honda Africa Twin 1000 og fást þau einnig leigð með töskum og galla. Þau eru auðveld í akstri og því tilvalið að leigja sér hjól einn dag til að halda kunnáttunni við. Einnig er hægt að leigja léttari 250 rsm torfæruhjól sem við bjóðum einnig uppá sérstök námskeið á. Hafðu samband við okkur í síma 869-1330 til að fá leigt hjól.

Njáll Gunnlaugsson

Búðu til þitt eigið nafnspjald