Torfćrubraut í ţjóđgarđi

Njáll Gunnlaugsson mótorhjólakennari sækir námskeið hjá BMW í akstri torfæruhjóla á sérhannaðri aktursbraut þeirra í Hechlingen

 
Torfærubraut í þjóðgarði
 
Aðstæður eru ekki upp á hið besta þegar námskeið BMW í akstri torfæruhjóla er að hefjast, rigningarsuddi og sumar brautirnar orðnar hálar í drullunni. Þrátt fyrir það hefur það ekki áhrif á hvort að námskeiðið fari fram eða ekki því að á svæðinu, sem er sérhannað fyrir akstur torfæruhjóla er aðalyfirborðsefnið léttur kalksalli eða “Kuschelwiese” eins og það er kallað. Brautirnar rétt fyrir utan bæinn Hechlingen í Þýskalandi eru í raun gamlar kalknámur sem að BMW hefur fengið “að láni” frá þýska ríkinu því að landið er inni í þjóðgarði. Á móti sér BMW um þennan hluta þjóðgarðsins og meðal annars að hlúa sérstaklega að fágætri uglutegund sem að verpir þarna.
 
Að detta eða detta ekki
 
“Best að verða sér ekki til skammar og detta fyrstur” hugsa ég þegar aksturinn hefst upp og niður slóða í einfaldri röð á eftir kennaranum. Maður á víst að teljast frekar vanur miðað við marga þarna en ferðin var einnig farin til að prófa nýjustu torfæruhjól BMW, X-línuna svokölluðu og þá aðallega XChallange hjólið. Hingað til hafði öllum tekist að halda sér uppréttum í þeim blandaða nemendahópi sem þarna var samankominn. Kennarinn okkar var kominn af léttasta skeiði en lék sér að erfiðum æfingunum á þungu 1200 GS hjóli eins og það væri skellinaðra. Það vakti strax athygli mína hversu fljótur maður var að venjast XChallange hjólinu og eflaust hafði uppröðun æfinganna  mikið um að að segja því að milli þess sem ekið var um slóða voru teknar jafnvægisæfingar á stóru malarplani í hvernig best væri að sitja og standa hjólin við mismunandi aðstæður. XChallange er 650 rúmsentimetrar og aðeins 144 kíló með 21 tommu framgjörð, semsagt torfæruhjól fram í fingurgóma. Jafnvægisæfingarnar eru margskonar og felast meðal annars í að standa í hnakknum eða á öðrum fæti öðru megin á hjólinu meðan ekið er í gegnum keilubraut á malarplaninu. Bremsuæfingarnar í kjölfarið reyna töluvert á hópinn og fyrstu detta á mölina eftir að hafa frosið á afturbremsunni í mölinni. Mér tekst að vinna mig örlítið upp í áliti hjá kennaranum þegar ég er fyrstur til að þora að læsa framdekkinu. Æfingarnar eru vel útskýrðar áður en við fáum að reyna okkur við þær og þótt margar þeirra virki einfaldar að upplagi eru þær nauðsynlegar til að koma fólki í form fyrir erfiðari æfingar eftir hádegishlé. Maturinn er borinn fram í nýtískulegri byggingu á miðju svæðinu sem er með allri aðstöðu fyrir kennsluna, búningsklefum og öllu tilheyrandi. Milli sýningareintaka af torfæruhjólum BMW í salnum hanga myndir frá heimsókn Brad Pitt á svæðið en hann tók einmitt í fyrra samskonar námskeið og við erum nú að framkvæma.
 
Hika er sama og tapa
 
Ég hafði beðið PR deild BMW sértsklega um að fá að prófa nýja HP2 torfæruhjólið áður en ég kom og nú var mér rétt eitt slíkt í öllu sínu veldi. “Ég þarf örugglega tröppu til að komast hjálparlaust upp á þetta skrímsli” hugsa ég með mér þegar ég geng upp að því. Hjólið er engin smásmíði og áseta mjög há en hjólið samt furðu létt í öllum hreyfingum þegar það er haft í huga að vélin er 1200 rúmsnetimetrar. Fljótlega tekst mér þó að komast upp á lagið að sveifla mér á bak um leið og ég tek af stað eins og kennarinn okkar virðist hafa gert að ávana hjá sér. Æfingarnar eftir hádegið eru líka flóknari og erfiðari og sumir fara að hika fyrir þær og það renna skyndilega á mig tvær grímur. “Hvað var ég að hugsa að biðja um þetta stóra hjól þegar við eigum núna að fara að reyna við langar og brattar brekkurnar?” Það þýðir þó ekki að hika því það er það sama og tapa og strax í fyrstu brekkunni sannar HP2 hjólið sig því að afl er eitthvað sem það vanhagar ekki um. “Næst lærið þið hvernig þið eigið að beygja í brekku” segir kennarinn og bendir á stóra brekku fyrir aftan sig þar sem brautin liggur í stóran sveig upp og svo niður aftur. Allar brautirnar á svæðinu eru sérhannaðar fyrir hverja æfingu og þar á meðal eru vatnsgryfjur og langir kaflar með mjúkum sandi og við erum að keyra þær allar. Það er því eins og að taka leikfang frá barni þegar okkur er sagt að dagur sé að kveldi kominn og tími til að fara aftur niður að aðalbyggingunni. Þar er stoltum nemendunum úthlutað viðurkenningarskjali fyrir að hafa lokið þessum hluta námskeiðsins og andrúmsloftið er létt og bros á öllum andlitum. Maður veltir samt fyrir sér að ef þetta var það sem að BMW kallar grunnnámskeið í Enduróakstri, hvernig skyldi á Advanced námskeiðið líta út? Best að koma aftur fljótlega og komast að því.
 
 
Einfaldar grunnæfingar á XChallange hjólinu verða smátt og smátt erfiðari og hjólið venst ótrúlega fljótt.
 
Séð yfir aðalbygginguna og innganginn inn á svæðið.
 
Í atrennu að sandkaflanum á HP2 hjólinu. “Muna að standa beinn og gefa nógu mikið inn svo að framdekkið fljóti og grafi sig ekki niður í sandinn!”
 
Myndir: Patrik Schwarz
Print
Nýjustu fréttir
Kurs jazdy na motor...
Informujemy, |e Bifhjólaskólinn Aðalbraut (szkola jazdy motorem) przeprowadzi...
Styttist í ađ...
Vegna góðrar veðurtíðar er stutt í að verkleg...
Frítt...
Viđ hjá Ađalbraut bjóđum uppá ţá nýjung ađ bjóđa ókeypis A1 mótorhjólapróf ţegar ţađ er tekiđ...

Mótorhjól til leigu

 

Við erum í góðu samstarfi við mótorhjólaleiguna Off Road Tours og bjóðum nemendum okkar að leigja mótorhjól á sérkjörum. Tvær gerðir ferðahjóla eru í boði, Honda NC750X og Honda Africa Twin 1000 og fást þau einnig leigð með töskum og galla. Þau eru auðveld í akstri og því tilvalið að leigja sér hjól einn dag til að halda kunnáttunni við. Einnig er hægt að leigja léttari 250 rsm torfæruhjól sem við bjóðum einnig uppá sérstök námskeið á. Hafðu samband við okkur í síma 869-1330 til að fá leigt hjól.

Njáll Gunnlaugsson

Búðu til þitt eigið nafnspjald