Kjölur - Sprengisandur

Hálendisferð á Landsmót Snigla

Ég og tveir félagar mínir ákváðu að slá til og skella sér á landsmót Snigla fyrstu helgina í júlí. Með í för voru þeir Eyþór og Jón, báðir einnig á BMW hjólum en þetta var fyrsta alvöru ferðin á nýja BMW HP2 hjólinu mínu. Landsmótið var að þessu sinni haldið í Skúlagarði stutt frá Ásbyrgi á norð-austur hluta landsins. lagt var af stað seinnipart föstudags og ekið í blóðspreng yfir Kjöl sem var frekar leiðinlegur yfirferðar. Greinilegt er að lítill bensíntankurinn á HP2 hjólinu er ekki ætlaður til langferða enda sagði aksturstölvan að einungis 4 kílómetrar væru eftir þegar við komum á bensínstöðina í Varmahlíð. Komum við þreyttir en ánægðir í Skúlagarð um eittleytið um nóttina. Til að fullkomna hringinn var ákveðið að taka Sprengisand á heimleiðinni og fengum við aldeilis frábært veður á leiðinni til baka, 20 stig og sól svo að aksturinn minnit helst á eyðimerkurrall. Árnar voru sem betur fer frekar vatnslitlar og því lítil fyrirstaða. Þegar ég leni í Hrauneyjum sagði aksturstölvan að ég ætti 3 kílómetra eftir í tankinum svo að núna mun ég skoða vandlega hvaða aukatankar eru í boði á HP2 fyrir næstu alvöru ferð.

Print
Nýjustu fréttir
Kurs jazdy na motor...
Informujemy, |e Bifhjólaskólinn Aðalbraut (szkola jazdy motorem) przeprowadzi...
Styttist í ađ...
Vegna góðrar veðurtíðar er stutt í að verkleg...
Frítt...
Viđ hjá Ađalbraut bjóđum uppá ţá nýjung ađ bjóđa ókeypis A1 mótorhjólapróf ţegar ţađ er tekiđ...

Mótorhjól til leigu

 

Við erum í góðu samstarfi við mótorhjólaleiguna Off Road Tours og bjóðum nemendum okkar að leigja mótorhjól á sérkjörum. Tvær gerðir ferðahjóla eru í boði, Honda NC750X og Honda Africa Twin 1000 og fást þau einnig leigð með töskum og galla. Þau eru auðveld í akstri og því tilvalið að leigja sér hjól einn dag til að halda kunnáttunni við. Einnig er hægt að leigja léttari 250 rsm torfæruhjól sem við bjóðum einnig uppá sérstök námskeið á. Hafðu samband við okkur í síma 869-1330 til að fá leigt hjól.

Njáll Gunnlaugsson

Búðu til þitt eigið nafnspjald