Fréttir
25.03.08
Framhaldsnámskeiđ í mótorhjólaakstri
Framhaldsnámskeiđ í...

Skráning er hafin á framhaldsnámskeið Aðalbrautar í mótorhjólaakstri. Boðið verður upp á tvenns konar námskeið, götuakstur, og ferðalög á malarvegum. Í götuakstri er skoðað hvernig hjólið hagar sér í beygjum og hvernig öfugstýringu er beytt til að ná sneggri viðbrögðum. Einnig er farið í æfingar til að bregðast við skyndilegri hættu með tvískiptum bremsuæfingum. Um er að ræða dagsnámskeið (6 kennslustundir) og kostar 18.000 kr. ef að nemandi mætir á eigin hjóli. Fyrsta námskeiðið verður sunnudaginn 4. maí ef næg þátttaka fæst. 
Fyrir námskeiðið ferðalög á malarvegum er skoðað hvað ber að varast og hvernig best er keyra við erfiðari aðstæður á fjallvegum. Skoðað er hvernig farangri er fyrirkomið, hvernig bremsað er á möl, hvernig ekið er í sandi, brekkum, vatni o.þ.h. Námskeiðið kostar 36.000 kr. ef nemandi mætir á eigin hjóli og verður haldið helgina 17.-18. maí ef næg þátttaka fæst.

Deila
Nýjustu fréttir
Kurs jazdy na motor...
Informujemy, |e Bifhjólaskólinn Aðalbraut (szkola jazdy motorem) przeprowadzi...
Styttist í ađ...
Vegna góðrar veðurtíðar er stutt í að verkleg...
Frítt...
Viđ hjá Ađalbraut bjóđum uppá ţá nýjung ađ bjóđa ókeypis A1 mótorhjólapróf ţegar ţađ er tekiđ...

Mótorhjól til leigu

 

Við erum í góðu samstarfi við mótorhjólaleiguna Off Road Tours og bjóðum nemendum okkar að leigja mótorhjól á sérkjörum. Tvær gerðir ferðahjóla eru í boði, Honda NC750X og Honda Africa Twin 1000 og fást þau einnig leigð með töskum og galla. Þau eru auðveld í akstri og því tilvalið að leigja sér hjól einn dag til að halda kunnáttunni við. Einnig er hægt að leigja léttari 250 rsm torfæruhjól sem við bjóðum einnig uppá sérstök námskeið á. Hafðu samband við okkur í síma 869-1330 til að fá leigt hjól.

Njáll Gunnlaugsson

Búðu til þitt eigið nafnspjald