Fréttir
06.02.09
Honda Monkey framleitt aftur
Honda Monkey...

Honda hefur vakið hið fræga Monkey mótorhjól aftur upp frá dauðum. Þetta fyrsta alvöru smámótorhjól kom fyrst fram fyrir almenningssjónir árið 1961 sem einskonar skemmtitæki í Tama Tech skemmtigarði Honda í Japan. Dekkin voru aðeins 5 tommur og vélin 50 rsm, grindin rauð og tankurinn hvítur. Í augum margra var þetta meira leikfang en mótorhjól en það varð fljótt vinsælt meðal allra aldurshópa. Fljótlega var komin útgáfa sem mátti keyra á götum og fyrstu hjólin voru flutt út árið 1963, aðallega til Evrópu og Norður-Ameríku. Fyrsta söluútgáfan hét Z50M Monkey en það var með stýri og sæti sem hægt var að brjóta saman svo auðvelt yrði að koma því fyrir í skotti bíls. Nokkur svona hjól voru flutt til Íslands á sjöunda áratugnum.

Hjólið hefur fengið nýja vél með beinni innspýtingu sem uppfyllir nýjustu mengunarstaðla. Pústkerfið er að sjálfsögðu með hvarfakút og skilar litli 49 rsm mótorinn 3,4 hestöflum. Það sem er meira um vert er að hjólið eyðir minna en einum lítra af bensíni á hundrað kílómetrum, reyndar bara ef ekið er á 30 km hraða að jafnaði. Tvær útgáfur verða smíðaðar af hjólinu, grunngerð alveg eins og gamla hjólið og svo “De lux” útgáfa með krómuðum brettum og meiri ljósabúnaði. Eins og er verður hjólið þó aðeins selt í Japan, en þar sem að það uppfyllir allar kröfur til hjóla á Evrópska efnahagssvæðinu er ekkert því til fyrirstöðu að það verði selt í Evrópu í náinni framtíð.

Deila
Nýjustu fréttir
Kurs jazdy na motor...
Informujemy, |e Bifhjólaskólinn Aðalbraut (szkola jazdy motorem) przeprowadzi...
Styttist í ađ...
Vegna góðrar veðurtíðar er stutt í að verkleg...
Frítt...
Viđ hjá Ađalbraut bjóđum uppá ţá nýjung ađ bjóđa ókeypis A1 mótorhjólapróf ţegar ţađ er tekiđ...

Mótorhjól til leigu

 

Við erum í góðu samstarfi við mótorhjólaleiguna Off Road Tours og bjóðum nemendum okkar að leigja mótorhjól á sérkjörum. Tvær gerðir ferðahjóla eru í boði, Honda NC750X og Honda Africa Twin 1000 og fást þau einnig leigð með töskum og galla. Þau eru auðveld í akstri og því tilvalið að leigja sér hjól einn dag til að halda kunnáttunni við. Einnig er hægt að leigja léttari 250 rsm torfæruhjól sem við bjóðum einnig uppá sérstök námskeið á. Hafðu samband við okkur í síma 869-1330 til að fá leigt hjól.

Njáll Gunnlaugsson

Búðu til þitt eigið nafnspjald