Fréttir
06.02.09
Olíubrennari í mótorhjól
Olíubrennari í...
Ferðahjól til langferða eru vinsæl um þessar mundir, enda hafa myndir um ferðalög þeirra Ewan McGregor og Charlie Boorman umhverfis jörðina vakið mikla athygli. Afleiðingin er aukin sala í þessum geira um 30-40% og eru það frekar evrópsk merki eins og BMW og KTM sem ráða þessum markaði. Freistar það margra að fara þangað sem fáir aðrir hafa farið áður, og þá á faratæki sem ræður við torleiði en fer um leið vel með ökumanninn á langkeyrslunni. Ferðahjól þessi eru oft aðþekkjanleg á farangri þeirra, tveimur til þremur hörðum töskum að aftanverðu og jafnvel tanktösku, og til að geta bjargað sér á vegum úti er oft annað sett af dekkjum með í för. Hér er þó dálítið annað á ferðinni, hvernig væri eiginlega að skipta á bensínvél fyrir dísilvél sem þolir betur svona akstur?
 
Hollenska fyrirtækið EVA hefur einmitt verið að þróa svona hjól fyrir almennan markað á síðustu arum, en ekki hefur verið um auðugan garð að gresja hingað til. Kawasaki hefur reyndar þegar þróað dísilútgáfu af hinu vinsæla KLR 650 torfæruhjóli en það er aðeins fyrir bandaríska herinn. Royal Enfield hefur einnig verið með olíbrennara í sölu en óhætt er að segja að það sé of gamaldags til að skapa einhverja eftirspurn. Dísilhjólið frá EVA, sem kallast reyndar Track, gæti þó breytt þessu viðhorfi. Vélin í því er 800 rsm og er með forþjöppu og millikæli og skilar 54 hestöflum og 102 Newtonmetrum af togi við aðeins 1800 snúninga. Það sem skiptir ferðalanginn þó mestu máli er eflaust sú staðreynd að eyðsla dísilvéla er mun minni en bensínvéla og þetta hjól eyðir aðeins tæpum 2,5 lítrum á hundraðið. Með 23 lítra tanki er því mögulegt að fara allt að 1000 km í einu á hjólinu. Ekki skemmir heldur fyrir að vélin getur einnig gengið á lífdísil eða þess vegna grænmetisolíu. Hjólið er 227 kíló þurrt og er með nokkurs konar sjálfskiptingu og miðflóttaaflskúplingu eins og í Vespu. Rúsínan í pylsuendanum er svo vökvastýrt framdrif sem er fáanlegt sem aukabúnaður. Hjólið mun kosta 17.500 evrur þegar það kemur á markað í vor.
Deila
Nýjustu fréttir
Kurs jazdy na motor...
Informujemy, |e Bifhjólaskólinn Aðalbraut (szkola jazdy motorem) przeprowadzi...
Styttist í ađ...
Vegna góðrar veðurtíðar er stutt í að verkleg...
Frítt...
Viđ hjá Ađalbraut bjóđum uppá ţá nýjung ađ bjóđa ókeypis A1 mótorhjólapróf ţegar ţađ er tekiđ...

Mótorhjól til leigu

 

Við erum í góðu samstarfi við mótorhjólaleiguna Off Road Tours og bjóðum nemendum okkar að leigja mótorhjól á sérkjörum. Tvær gerðir ferðahjóla eru í boði, Honda NC750X og Honda Africa Twin 1000 og fást þau einnig leigð með töskum og galla. Þau eru auðveld í akstri og því tilvalið að leigja sér hjól einn dag til að halda kunnáttunni við. Einnig er hægt að leigja léttari 250 rsm torfæruhjól sem við bjóðum einnig uppá sérstök námskeið á. Hafðu samband við okkur í síma 869-1330 til að fá leigt hjól.

Njáll Gunnlaugsson

Búðu til þitt eigið nafnspjald