Fréttir
28.09.10
Nýjasta á Intermot
Nýjasta á Intermot...

Meðal þeirra hjóla sem frumsýnd verða á Intermot er nýtt sex strokka mótorhjól frá BMW. Þetta 1600 rúmsentimetra hjól mun keppa við Goldwing ferðahjólið og verður fullt af nýmóðins búnaði eins og Xenon beygjuljósum, díóðu stefnu- og stöðuljósum auk spól- og skrikvarnar. Þetta er grennsta sex strokka línuvél sem sést hefur í mótorhjóli og er aðeins sjónarmun breiðari en 4ra strokka BMW hjólið. Það verður 160 hestöfl og mun skila álíka togi og góður fjölskyldubíll eða 175 Nm á 5000 sn. Það sem er athyglisvert við togkúrfuna er líka sú staðreynd að við 1500 sn er vélin að skila 122 Nm, sem hvaða ferðahjól væri fullsæmt að á hámarkssnúningsvægi.

Deila
Nýjustu fréttir
Kurs jazdy na motor...
Informujemy, |e Bifhjólaskólinn Aðalbraut (szkola jazdy motorem) przeprowadzi...
Styttist í ađ...
Vegna góðrar veðurtíðar er stutt í að verkleg...
Frítt...
Viđ hjá Ađalbraut bjóđum uppá ţá nýjung ađ bjóđa ókeypis A1 mótorhjólapróf ţegar ţađ er tekiđ...

Mótorhjól til leigu

 

Við erum í góðu samstarfi við mótorhjólaleiguna Off Road Tours og bjóðum nemendum okkar að leigja mótorhjól á sérkjörum. Tvær gerðir ferðahjóla eru í boði, Honda NC750X og Honda Africa Twin 1000 og fást þau einnig leigð með töskum og galla. Þau eru auðveld í akstri og því tilvalið að leigja sér hjól einn dag til að halda kunnáttunni við. Einnig er hægt að leigja léttari 250 rsm torfæruhjól sem við bjóðum einnig uppá sérstök námskeið á. Hafðu samband við okkur í síma 869-1330 til að fá leigt hjól.

Njáll Gunnlaugsson

Búðu til þitt eigið nafnspjald