Fréttir
08.10.10
Fréttir af Intermot sýningunni
Fréttir af Intermot...

Njáll Gunnlaugsson er nýkominn af Intermot mótorhjólasýningunni í Þýskalandi og eins og alltaf var mikið skemmitlegt að sjá og fullt af nýjum hjólum að líta dagsins ljós. Undantekningin á því var reyndar Honda framleiðandinn sem sýndi engin ný hjól en ætlar þess í stað að frumsýna á annan tug hjóla á sýningunni í Mílanó í næsta mánuði. Meðal hápunkta á Intermot var nýtt BMW hjól, K1600GT sem er sex strokka hjól. Kawasaki frumsýndi nýtt ZX-10 sem er ætlað að keppa við nýja BMW ofurhjólið, en Kawinn er 185 hestöfl og 198 kíló. Yamaha frumsýndi nýju Ténere 650 og 1200 línuna sem einnig á að keppa við BMW hjólin. Frá Ítalíu komu nokkur ný hjól eins og nýtt Ducati 1198SP og Aprilia RSV4 með spólvörn. Triumph var með nýtt Speed Triple og loks sýndi Horex, sem er endurvakið þýskt merki frá miðri síðustu öld, athyglisvert hjól sem sjá má hér á myndinni. Nýja Horex hjólið er með sex strokka V-mótor sem er með 15° á milli strokkana og nota báðar raðirnar sama hedd. Vélin verður 160 hestöfl og með keflablásara mun hún ná 230 hestöflum.

Deila
Nýjustu fréttir
Kurs jazdy na motor...
Informujemy, |e Bifhjólaskólinn Aðalbraut (szkola jazdy motorem) przeprowadzi...
Styttist í ađ...
Vegna góðrar veðurtíðar er stutt í að verkleg...
Frítt...
Viđ hjá Ađalbraut bjóđum uppá ţá nýjung ađ bjóđa ókeypis A1 mótorhjólapróf ţegar ţađ er tekiđ...

Mótorhjól til leigu

 

Við erum í góðu samstarfi við mótorhjólaleiguna Off Road Tours og bjóðum nemendum okkar að leigja mótorhjól á sérkjörum. Tvær gerðir ferðahjóla eru í boði, Honda NC750X og Honda Africa Twin 1000 og fást þau einnig leigð með töskum og galla. Þau eru auðveld í akstri og því tilvalið að leigja sér hjól einn dag til að halda kunnáttunni við. Einnig er hægt að leigja léttari 250 rsm torfæruhjól sem við bjóðum einnig uppá sérstök námskeið á. Hafðu samband við okkur í síma 869-1330 til að fá leigt hjól.

Njáll Gunnlaugsson

Búðu til þitt eigið nafnspjald