Fréttir
02.11.06
Öryggispúđar í mótorhjólum virka
Öryggispúđar í...

Þýska bíleigendafélagið ADAC framkvæmdi á dögunum fyrstu prófunina á öryggispúða í Honda Goldwing mótorhjóli. Bílar og Sport sögðu frá því fyrir réttu ári síðan að dýrasta útgáfa Goldwing yrði útbúið öryggispúða á þessu ári, í fyrsta skipti á framleiðsluhjóli. Öryggispúðinn er staðsettur fyrir framan bensíntankinn og á að minnka hættu á meiðslum við beinan árekstur. Árekstrarprófunin fór fram á 72 km hraða og sýndi fram á mun minni hættu á höfuðmeiðslum. Þar sem að hjól með öryggispúða bjargaði árekstrarbrúðunni nánast alveg frá meiðslum voru töluverðar líkur á höfuðmeiðslum sem gætu leitt til dauða á hjóli sem ekki var búið öryggispúða. Að sögn ADAC er því öryggispúðinn í Honda Goldwing “risaskref” í átt að öruggari mótorhjólum. “Fyrsti öryggispúðinn í mótorhjólum hefur sýnt sig vera sérstaklega öruggan í að vernda ökumann mótorhjólsins. Ekki er annað hægt en að óska tæknimönnum Honda til hamingju með þessa óskabyrjun” sagði talsmaður ADAC Werner von Scheven.
Deila
Nýjustu fréttir
Kurs jazdy na motor...
Informujemy, |e Bifhjólaskólinn Aðalbraut (szkola jazdy motorem) przeprowadzi...
Styttist í ađ...
Vegna góðrar veðurtíðar er stutt í að verkleg...
Frítt...
Viđ hjá Ađalbraut bjóđum uppá ţá nýjung ađ bjóđa ókeypis A1 mótorhjólapróf ţegar ţađ er tekiđ...

Mótorhjól til leigu

 

Við erum í góðu samstarfi við mótorhjólaleiguna Off Road Tours og bjóðum nemendum okkar að leigja mótorhjól á sérkjörum. Tvær gerðir ferðahjóla eru í boði, Honda NC750X og Honda Africa Twin 1000 og fást þau einnig leigð með töskum og galla. Þau eru auðveld í akstri og því tilvalið að leigja sér hjól einn dag til að halda kunnáttunni við. Einnig er hægt að leigja léttari 250 rsm torfæruhjól sem við bjóðum einnig uppá sérstök námskeið á. Hafðu samband við okkur í síma 869-1330 til að fá leigt hjól.

Njáll Gunnlaugsson

Búðu til þitt eigið nafnspjald