Fréttir
03.11.10
Ráđstefna í Tékklandi
Ráđstefna í...

Njáll Gunnlaugsson er nýkominn frá mótorhjólaráðstefnu í Prag í Tékklandi, ásamt Gunnari Gunnarssyni, formanni Snigla. Það voru MACR samtökin sem héldu ráðstefnuna, en þetta er ný samtök mótorhjólafólks þar í landi með um 4000 meðlimi. Þar sem Bifhjólasamtök Lýðveldisins eru eldri en tvævetur þótti þeim við hæfi að bjóða tveimur úr okkar röðum á ráðstefuna og reyna að fræða þá aðeins í hagsmunabaráttunni. Gunnar og Njáll héldu báðir fyrirlestra, Gunnar um starf Snigla og sögu, og Njáll um kennslufyrirkomulagið á Íslandi, sem þeir vilja gjarnan taka upp. Þar tíðkast það nefnilega að kennari sitji aftan á kennsluhjólinu og notar hann þá aukastýri með stjórntækjum. Kennslumálin í Tékklandi er víst í hálfgerðum ólestri og þar komast margir upp með að kaupa prófið án þess að þurfa að fara í gegnum nokkra kennslu.

Deila
Nýjustu fréttir
Kurs jazdy na motor...
Informujemy, |e Bifhjólaskólinn Aðalbraut (szkola jazdy motorem) przeprowadzi...
Styttist í ađ...
Vegna góðrar veðurtíðar er stutt í að verkleg...
Frítt...
Viđ hjá Ađalbraut bjóđum uppá ţá nýjung ađ bjóđa ókeypis A1 mótorhjólapróf ţegar ţađ er tekiđ...

Mótorhjól til leigu

 

Við erum í góðu samstarfi við mótorhjólaleiguna Off Road Tours og bjóðum nemendum okkar að leigja mótorhjól á sérkjörum. Tvær gerðir ferðahjóla eru í boði, Honda NC750X og Honda Africa Twin 1000 og fást þau einnig leigð með töskum og galla. Þau eru auðveld í akstri og því tilvalið að leigja sér hjól einn dag til að halda kunnáttunni við. Einnig er hægt að leigja léttari 250 rsm torfæruhjól sem við bjóðum einnig uppá sérstök námskeið á. Hafðu samband við okkur í síma 869-1330 til að fá leigt hjól.

Njáll Gunnlaugsson

Búðu til þitt eigið nafnspjald