Fréttir
07.12.10
Er ţjálfun betri en reynsla?
Er ţjálfun betri en...

Vísindamenn við háskólann í Nottingham rannsökuðu nýlega mismunandi hópa hjólafólks eftir reynslu, þjálfun og getu í mótorhjólahermi. Með þessari vísindalegu rannsókn var verið að skoða hvort að þeir sem að fá aukaþjálfun í akstri mótorhjóla standi sig betur en aðrir. Notaður var fullkominn mótorhjólahermir og við hann var notaður Triumph Daytona 675. Þrír hópar af mótorhjólafólki, byrjendur, reyndir og loks þeir sem notið höfðu meiri þjálfunar voru látnir glíma við sömu viðfangsefnin, jafnt í herminum sem utan hans. Niðurstöðurnar voru nokkuð sláandi og sýndu að reynslan ein og sér skilar sér ekki endilega í öruggari ökumanni. Í sumum tilfellum höguðu reyndir ökumenn sér jafnvel eins og byrjendur. Þeir sem hlotið höfðu meiri þjálfun notuðu veginn betur og staðsettu sig betur ef hætta nálgaðist, fylgdu betur reglum um hámarkshraða innanbæjar og gekk mun betur með akstur í beygjum heldur en reyndari ökumönnum. Að sögn Dr Alex Stedmon er þetta ein nákvæmasta rannsókn sem gerð hefur verið á hegðunarmynstri mótorhjólafólks. "Rannsóknin sýndi fram á mikinn mun á milli hópa og sýndi fram á að meiri þjálfun skilar þér lengra en reynslan eins og sér. Þótt að reynslan þjálfi menn í viðbrögðum veitir þjálfunin meiri innsæi og ábyrgð" sagði Dr Stedmon.

Deila
Nýjustu fréttir
Kurs jazdy na motor...
Informujemy, |e Bifhjólaskólinn Aðalbraut (szkola jazdy motorem) przeprowadzi...
Styttist í ađ...
Vegna góðrar veðurtíðar er stutt í að verkleg...
Frítt...
Viđ hjá Ađalbraut bjóđum uppá ţá nýjung ađ bjóđa ókeypis A1 mótorhjólapróf ţegar ţađ er tekiđ...

Mótorhjól til leigu

 

Við erum í góðu samstarfi við mótorhjólaleiguna Off Road Tours og bjóðum nemendum okkar að leigja mótorhjól á sérkjörum. Tvær gerðir ferðahjóla eru í boði, Honda NC750X og Honda Africa Twin 1000 og fást þau einnig leigð með töskum og galla. Þau eru auðveld í akstri og því tilvalið að leigja sér hjól einn dag til að halda kunnáttunni við. Einnig er hægt að leigja léttari 250 rsm torfæruhjól sem við bjóðum einnig uppá sérstök námskeið á. Hafðu samband við okkur í síma 869-1330 til að fá leigt hjól.

Njáll Gunnlaugsson

Búðu til þitt eigið nafnspjald