Fréttir
07.02.11
Loftkćldu mótorhjólin ađ líđa undir lok
Loftkćldu...

Fyrir örfáum dögum sást til BMW R1200GS hjóls við prófun á Spáni, ekki í frásögur færandi nema fyrir þá staðreynd að um vatnskælt hjól var að ræða. En af hverju skyndilega vatnskældan boxer mótor í hjóli sem hefur verið loft/olíukælt í næstum níu áratugi? Málið er einfaldlega það að mengunarreglur verða sífellt strangari í Evrópu og nú þegar þurfa mótorhjól að uppfylla Euro3 staðalinn. Stutt er í að Euro4 taki gildi, og árið 2020 gæti verið kominn Euro6. Líklegt er að mengunarreglur annars staðar í heiminum verði einnig hertar og þá einnig í Bandaríkjunum. En aftur að R1200 vélinni. Með DOCH og sín 110 hestöfl er hún á nippinu að uppfylla Euro3 staðalinn svo að eini möguleikinn fyrir BMW er að útbúa hana með vatnskælingu til að geta aukið afköst hennar og um leið minnkað mengun sem og hávaðamengun. Fleiri framleiðendur þurfa að feta í sömu fótspor. Triumph mun líklega þurfa vatnskælingu í Bonneville línuna á næsta ári og Ducati Monster hjólin líka. Það er svo spurning hvað Harley Davidson getur haldið þetta út lengi ef þeir ætla að geta selt áfram hjól í Evrópu. Tími loftkældu hjólanna er því senn að líða sem er synd þar sem að loftkælt hjól gefur hreinna útlit. Cafe Racer lúkkið sem er mikið inni núna mun því líklega ekki ná til framleiðslulína í Evrópu á næstu árum.

Deila
Nýjustu fréttir
Kurs jazdy na motor...
Informujemy, |e Bifhjólaskólinn Aðalbraut (szkola jazdy motorem) przeprowadzi...
Styttist í ađ...
Vegna góðrar veðurtíðar er stutt í að verkleg...
Frítt...
Viđ hjá Ađalbraut bjóđum uppá ţá nýjung ađ bjóđa ókeypis A1 mótorhjólapróf ţegar ţađ er tekiđ...

Mótorhjól til leigu

 

Við erum í góðu samstarfi við mótorhjólaleiguna Off Road Tours og bjóðum nemendum okkar að leigja mótorhjól á sérkjörum. Tvær gerðir ferðahjóla eru í boði, Honda NC750X og Honda Africa Twin 1000 og fást þau einnig leigð með töskum og galla. Þau eru auðveld í akstri og því tilvalið að leigja sér hjól einn dag til að halda kunnáttunni við. Einnig er hægt að leigja léttari 250 rsm torfæruhjól sem við bjóðum einnig uppá sérstök námskeið á. Hafðu samband við okkur í síma 869-1330 til að fá leigt hjól.

Njáll Gunnlaugsson

Búðu til þitt eigið nafnspjald