Fréttir
07.04.11
Framhaldsnámskeiđin ađ hefjast
Framhaldsnámskeiđin...
Nú líður að því að framhaldsnámskeið Aðalbrautar byrji eins og alltaf á þessum árstíma. Bætt hefur verið við þeirri nýjung að bjóða upp á vornámskeið sem er ódýr leið til að liðka sig aðeins fyrir sumarið um leið og maður fær góðar ábendingar hjá reyndum bifhjólakennara. Malbiks- og malarnámskeiðum hefur verið skipt upp og þarf nemandinn að hafa lokið framhaldsnámskeiði 1 til að geta tekið þátt í framhaldsnámskeiði 2.
 

Bifhjólakennsla Aðalbrautar er rekin af Njáli Gunnlaugssyni, ökukennara frá Kennaraháskóla Íslands. Njáll hefur langa reynslu af bifhjólakennslu og akstri bifhjóla en hann hefur ekið mótorhjólum af öllum stærðum í meira en aldarfjórðung og kennt meira en þúsund manns að aka slíkjum tækjum. Hann hefur boðið upp á nokkur slík framhaldsnámskeið síðastliðin misseri mð góðum árangri. Njáll hefur líka sótt sérstök námskeið í akstri mótorhjóla erlendis hjá ökuskólum BMW í Þýskalandi. Þar hafa kannanir sýnt fram á að námskeið sem þessi minnki hættu á slysum um allt að 30%.

   

Fyrrgreind framhaldsnámskeið eru þrískipt, vornámskeið, framhaldsnámskeið 1 og framhaldsnámskeið 2. Vornámskeið er upprifjunarnámskeið með nokkrum viðbótum er lúta að betri getu nemandans til að hemla bifhjólinu af öryggi, með því að beygja frá hættu. Framhaldsnámskeið 1 er þjálfun í ýmsum atriðum á malbiki sem að gefur nemandanum betra vald á bifhjólinu. Farið er í kennslu á öfugstýringu, jafnvægisæfingar, akstur í þröngri U-beygju og frekari bremsuæfingar. Framhaldsnámskeið 2 lýtur að akstri á möl og við erfiðari aðstæður. Kennd eru rétt handbrögð á lausu undirlagi og bremsuæfingar auk þess að valda hjólinu í halla. Nemandinn lærir að standa á hjólinu sem að gefur honum frekari öryggi þegar undirlagið er óslétt.
 
Fyrsta vornámskeiðið verður haldið föstudagskvöldið 22. apríl kl. 19:30 – 21:00. Nemandinn mætir á eigin hjóli og námskeiðsgjaldið er 6.000 kr. Kennslan fer fram á kennslusvæði Kennslumiðstöðvar Ökukennarafélagsins að Kirkjusandi. Framhaldsnámskeið 1 verður haldið mánudaginn 2. maí og hefst kl. 16:30 – 19:30. Þar mætir nemandinn einnig á eigin hjóli og námskeiðsgjaldið er 18.000 kr. Framhaldsnámskeið 2 verður svo haldið fimmtudaginn 5. maí kl 16:30 – 19:30. Nemandinn mætir á eigin hjóli en getur einnig fengið leigt hentugt hjól frá mótorhjólaleigunni Biking Viking ehf. Kostnaður á eigin hjóli er 18.000 kr. en leigi hann hjól er kostnaður samtals 36.000 kr.
Deila
Nýjustu fréttir
Kurs jazdy na motor...
Informujemy, |e Bifhjólaskólinn Aðalbraut (szkola jazdy motorem) przeprowadzi...
Styttist í ađ...
Vegna góðrar veðurtíðar er stutt í að verkleg...
Frítt...
Viđ hjá Ađalbraut bjóđum uppá ţá nýjung ađ bjóđa ókeypis A1 mótorhjólapróf ţegar ţađ er tekiđ...

Mótorhjól til leigu

 

Við erum í góðu samstarfi við mótorhjólaleiguna Off Road Tours og bjóðum nemendum okkar að leigja mótorhjól á sérkjörum. Tvær gerðir ferðahjóla eru í boði, Honda NC750X og Honda Africa Twin 1000 og fást þau einnig leigð með töskum og galla. Þau eru auðveld í akstri og því tilvalið að leigja sér hjól einn dag til að halda kunnáttunni við. Einnig er hægt að leigja léttari 250 rsm torfæruhjól sem við bjóðum einnig uppá sérstök námskeið á. Hafðu samband við okkur í síma 869-1330 til að fá leigt hjól.

Njáll Gunnlaugsson

Búðu til þitt eigið nafnspjald