Fréttir
09.02.13
Breyting á bifhjólaréttindum
Breyting á...

Þann 19. janúar tók gildi ný reglugerð um ökuskírteini sem breytir aldursákvæðum fyrir bifhjólaréttindi umtalsvert. Kemur inn nýr flokkur sem heitir A1 og er fyrir 17 ára á 125 rsm hjól, 15 hestöfl að hámarki. 19 ára er hægt að fá réttindi á A2 sem veitir réttindi til að stjórna bifhjóli að 47 hestöflum. Þá er fyrst hægt við 21 árs aldur að fá full réttindi, en var 19 ára áður. Þessum breytingum fylgja breytingar á verklegum prófum sem kynntar verða með vorinu. Lesa má meira um þetta hér.

Deila
Nýjustu fréttir
Kurs jazdy na motor...
Informujemy, |e Bifhjólaskólinn Aðalbraut (szkola jazdy motorem) przeprowadzi...
Styttist í ađ...
Vegna góðrar veðurtíðar er stutt í að verkleg...
Frítt...
Viđ hjá Ađalbraut bjóđum uppá ţá nýjung ađ bjóđa ókeypis A1 mótorhjólapróf ţegar ţađ er tekiđ...

Mótorhjól til leigu

 

Við erum í góðu samstarfi við mótorhjólaleiguna Off Road Tours og bjóðum nemendum okkar að leigja mótorhjól á sérkjörum. Tvær gerðir ferðahjóla eru í boði, Honda NC750X og Honda Africa Twin 1000 og fást þau einnig leigð með töskum og galla. Þau eru auðveld í akstri og því tilvalið að leigja sér hjól einn dag til að halda kunnáttunni við. Einnig er hægt að leigja léttari 250 rsm torfæruhjól sem við bjóðum einnig uppá sérstök námskeið á. Hafðu samband við okkur í síma 869-1330 til að fá leigt hjól.

Njáll Gunnlaugsson

Búðu til þitt eigið nafnspjald