Fréttir
06.11.07
Stendur til ađ ţyngja mótorhjólaprófiđ
Stendur til ađ...

- Strangari æfingar á malbiki sem möl

Á Norður-Írlandi stendur til að þyngja mótorhjólaprófið töluvert til að stemma stigu við fjölda dauðaslysa þar í landi, en tala látinna í mótorhjólaslysum hefur tvöfaldast á tólf mánuðum úr 13 í 25 látna. Í apríl 2008 eiga lönd innan Evrópusambandsns að taka upp nýju ökuréttinda löggjöfina fyrir mótorhjól og verða Bretland og Norður-Írland líklega fyrst til að taka hana í notkun, Norður-Írar fyrstir allra en Bretland í október 2008. Meðal þess sem nýja löggjöfin fer fram á er að próftaki þreyti próf á lausu undirlagi auk mun flóknara prófs á götuhjóli sem þarfnast þess að gerð verði sérstök svæði fyrir þessi próf, sem og önnur eins og bílpróf og meirapróf. Torfæruhluti prófsins fer fram á lausu undirlagi sem verður að veita sama grip í blautu sem þurru veðri. Þarf próftaki að hemla á lausu undirlagi og geta tekið af stað og stoppað í halla, svo eitthvað sé nefnt, en þessi hluti prófsins mun taka um átta mínútur í framkvæmd. Standast verður þennan hluta prófsins til að fá að taka prófið á malbiki. Sá hluti mun fara fram á götuhjóli og í athugun er að gera kröfu um lágmarksstærð mótorhjóls í próftöku, sem gæti þá miðast við 600 rúmsentimetra og 50 hestöfl að lágmarki. Meðal þeirra æfinga sem að próftaki þarf að sýna listir sínar í eru:
 
  • Tvær beygjuæfingar á lítilli ferð, þar á meðal svigæfing og átta.
  • Tvær beygjuæfingar á meiri hraða, í öðrum til þriðja gír. Aðra þeirra þarf að framkvæma á 30 km hraða og hina á 50 km hraða með því að sveigja frá ímyndaðri hættu.
  • Tvær hemlunaræfingar, önnur þeirra nauðhemlun á 50 km hraða.
 

Til að gera þetta mögulegt í framkvæmd verður nauðsynlegt að flytja prófin inn á sérstök, þar til gerð svæði. Hingað til hafa prófin í Bretlandi verið tekin á almennum vegum innan um aðra umferð og til dæmis U-beygja tekin í íbúðargötu þar sem að nægjanlegt bil er á milli gangstéttarkanta. Verða svæðin byggð af samgönguráðuneytinu í samvinnu við einkaaðila og verða sum þeirra einnig fyrir þyngri umferð. Próf fyrir skellinöðru og 125 rúmsentimetra hjól verða svipuð en á aðeins minni hraða og í hönnun eru próf fyrir fjórhjól og mótorhjól fyrir hliðarvagn. Þar sem að Ísland er hluti af evrópska efnahagssvæðinu þarf að taka upp þessi próf hérlendis með tímanum, og er líklegt að þau verði þá komin hér til framkvæmda vorið 2010.

 

Deila
Nýjustu fréttir
Kurs jazdy na motor...
Informujemy, |e Bifhjólaskólinn Aðalbraut (szkola jazdy motorem) przeprowadzi...
Styttist í ađ...
Vegna góðrar veðurtíðar er stutt í að verkleg...
Frítt...
Viđ hjá Ađalbraut bjóđum uppá ţá nýjung ađ bjóđa ókeypis A1 mótorhjólapróf ţegar ţađ er tekiđ...

Mótorhjól til leigu

 

Við erum í góðu samstarfi við mótorhjólaleiguna Off Road Tours og bjóðum nemendum okkar að leigja mótorhjól á sérkjörum. Tvær gerðir ferðahjóla eru í boði, Honda NC750X og Honda Africa Twin 1000 og fást þau einnig leigð með töskum og galla. Þau eru auðveld í akstri og því tilvalið að leigja sér hjól einn dag til að halda kunnáttunni við. Einnig er hægt að leigja léttari 250 rsm torfæruhjól sem við bjóðum einnig uppá sérstök námskeið á. Hafðu samband við okkur í síma 869-1330 til að fá leigt hjól.

Njáll Gunnlaugsson

Búðu til þitt eigið nafnspjald