Fréttir
07.12.07
Fimm stjörnu hjálmar
Fimm stjörnu hjálmar...
Í bígerð er að koma á öryggisstaðli fyrir hjálma í Bretlandi sem kallast SHARP - the Safety Helmet Assessment and Rating Programme, og gefur hjálmum 1-5 stjörnur eftir öryggi þeirra. Svipað kerfi er í gangi fyrir öryggi bíla er kallast EuroNCAP. Prófanir hafa sýnt að gæði hjálma geta verið mjög mismunandi og getur munað allt að 30% á gæðum þeirra. Telja má líklegt að hægt verði að bjarga allt að 50 mannslífum á ári í Bretlandi einu, ef það verður til þess að bifhjólafólk noti betri hjálma. Í Bretlandi eru mótorhjól vinsæl fararmáti og eru um 1% allrar umferðar, en 20% þeirra sem látast eða slasast alvarlega þar í landi eru mótorhjólafólk. Áætlað er að upplýsingar um gæði flestra hjálma verði komin á netið næsta vor og búið verði að prófa alla hjálma á markaði fyrir lok ársins 2008. Fyrstu niðurstöður benda til þess að gæði hjálma og verð fari ekki endilega saman. Hægt er að fá frekari upplýsingar um SHARP prógrammið á slóðinni: www.direct.gov.uk/sharp.
Deila
Nýjustu fréttir
Kurs jazdy na motor...
Informujemy, |e Bifhjólaskólinn Aðalbraut (szkola jazdy motorem) przeprowadzi...
Styttist í ađ...
Vegna góðrar veðurtíðar er stutt í að verkleg...
Frítt...
Viđ hjá Ađalbraut bjóđum uppá ţá nýjung ađ bjóđa ókeypis A1 mótorhjólapróf ţegar ţađ er tekiđ...

Mótorhjól til leigu

 

Við erum í góðu samstarfi við mótorhjólaleiguna Off Road Tours og bjóðum nemendum okkar að leigja mótorhjól á sérkjörum. Tvær gerðir ferðahjóla eru í boði, Honda NC750X og Honda Africa Twin 1000 og fást þau einnig leigð með töskum og galla. Þau eru auðveld í akstri og því tilvalið að leigja sér hjól einn dag til að halda kunnáttunni við. Einnig er hægt að leigja léttari 250 rsm torfæruhjól sem við bjóðum einnig uppá sérstök námskeið á. Hafðu samband við okkur í síma 869-1330 til að fá leigt hjól.

Njáll Gunnlaugsson

Búðu til þitt eigið nafnspjald