Fréttir
21.12.07
Noregur öruggasta landiđ fyrir hjólafólk
Noregur öruggasta...

 

Samkvæmt tölum frá Evrópusambandinu létust 6200 á mótorhjóli í Evrópu allt árið 2006. Það eru 16% allra dauðaslysa í Evrópu en mótorhjól eru aðeins ábyrg fyrir 2% af öllum akstri í Evrópu. Samkvæmt sömu könnun eru Noregur, Sviss, Danmörk og Finnland öruggustu löndin fyrir mótorhjólafólk með 30-45 látna á hverja milljarð kílómetra. Næst koma Þýskaland, Portúgal, Austurríki, Svíþjóð og Grikkland rétt fyrir neðan Evrópumeðaltalið, sem eru 86 látnir á hvern milljarð kílómetra. Í næsta flokki með látna á bilinu 86-200 koma Spánn, Írland, Holland, Frakkland, Bretland, Belgía, Eistland og Pólland. Hættulegustu löndin fyrir mótorhjólafólk með yfir 200 látna á hvern milljarð kílómetra eru Lettland, Ungverjaland, Tékkland og Slóvenía þar sem síðasttalda landið er það hættulegsta í Evrópu. Þessar tölur sýna að fyrir hvern ekinn kílómetra er 18 sinnum líklegra að lenda í dauðaslysi á mótorhjóli en á bíl. Þetta er auðvitað mismunandi eftir löndum, í Noregi er það sex sinnum hættulegra en 50 sinnum líklegra í Slóveníu. Dauðaslysum á mótorhjólum hefur samt fækkað í 14 löndum af 27. Meðaltalið sýnir 1,5% fækkun slysa á árunum 2001-2006 sem er töluvert frá markmiði Evrópusambandsins um að fækka dauðaslysum í Evrópu um helming fyrir árið 2010. Til þess hefði dauðaslysum þurft að fækka um 7,4% á ári en með sama áframhaldi næst sá árangur ekki fyrr en árið 2045. Til að ná frekari árangri hefur Umferðaröryggisnefnd Evrópu (ETSC) lagt til við öll Evrópusambandslöndin, og þá löndin í Evrópska efnahagssvæðinu að:

1. Fylgja eftir hjálmalögum landanna af meiri krafti.
2. Setja upp fleiri hraðamyndavélar.
3. Auka kennslu á áhættuþáttum mótorhjólaaksturs.
4. Taka sérstakt tillit til mótorhjólafólks við hönnun á umferðarmannvirkjum.
5. Gera hemlalæsivörn að skyldubúnaði í stærri mótorhjólum og skoða það einnig í minni.
6. Kanna hvort öryggispúðar geti gangast mótorhjólafólki í slysum.
7. Taka mótorhjól inn í sem flestar slysakannanir.
8. Láta mótorhjólafólk njóta góðs af eCall sem er væntanlegur öryggisbúnaður í bílum.

Deila
Nýjustu fréttir
Kurs jazdy na motor...
Informujemy, |e Bifhjólaskólinn Aðalbraut (szkola jazdy motorem) przeprowadzi...
Styttist í ađ...
Vegna góðrar veðurtíðar er stutt í að verkleg...
Frítt...
Viđ hjá Ađalbraut bjóđum uppá ţá nýjung ađ bjóđa ókeypis A1 mótorhjólapróf ţegar ţađ er tekiđ...

Mótorhjól til leigu

 

Við erum í góðu samstarfi við mótorhjólaleiguna Off Road Tours og bjóðum nemendum okkar að leigja mótorhjól á sérkjörum. Tvær gerðir ferðahjóla eru í boði, Honda NC750X og Honda Africa Twin 1000 og fást þau einnig leigð með töskum og galla. Þau eru auðveld í akstri og því tilvalið að leigja sér hjól einn dag til að halda kunnáttunni við. Einnig er hægt að leigja léttari 250 rsm torfæruhjól sem við bjóðum einnig uppá sérstök námskeið á. Hafðu samband við okkur í síma 869-1330 til að fá leigt hjól.

Njáll Gunnlaugsson

Búðu til þitt eigið nafnspjald