Fréttir
26.01.08
A1 réttindi í burđarliđnum
A1 réttindi í...

Nýr ökuréttindaflokkur er kallast A1 er í burðarliðnum á Íslandi. Þessi réttindaflokkur er algengur í Evrópu en hefur ekki náð hingað ennþá. Miðast flokkurinn við 125 rúmsentimetra hjól sem eru 15 hestöfl að hámarki. Að sögn starfsmanna Umferðarstofu er stefnan að hann verði kominn í gagnið með vorinu. Ekki er þó búið að ákveða hvort miðað verði við 16 ára aldur eða 17 ára. Ef miðað verður við 16 ára þýðir það að ekki verður hægt að taka minna mótorhjólaprófið (upp að 35 hestöflum) fyrr en 18 ára. Að sama skapi verður miðað við 19 ára aldur ef A1 byrjar við 17 ára aldur. A1 er byrjunarflokkur í mörgum Evrópulöndum og hefur ásókn í hann aukist mikið á undanförnum árum. Sem dæmi var mest selda hjólið í Bretlandi í fyrra Yamaha YBR 125 en þá seldust 2.272 eintök. Er ástæða aukinnar ásóknar í A1 réttindi rakin til þess að í sumar munu prófkröfur fyrir öll mótorhjólaréttindi og þar með talin 125 flokkinn þyngjast.

Deila
Nýjustu fréttir
Kurs jazdy na motor...
Informujemy, |e Bifhjólaskólinn Aðalbraut (szkola jazdy motorem) przeprowadzi...
Styttist í ađ...
Vegna góðrar veðurtíðar er stutt í að verkleg...
Frítt...
Viđ hjá Ađalbraut bjóđum uppá ţá nýjung ađ bjóđa ókeypis A1 mótorhjólapróf ţegar ţađ er tekiđ...

Mótorhjól til leigu

 

Við erum í góðu samstarfi við mótorhjólaleiguna Off Road Tours og bjóðum nemendum okkar að leigja mótorhjól á sérkjörum. Tvær gerðir ferðahjóla eru í boði, Honda NC750X og Honda Africa Twin 1000 og fást þau einnig leigð með töskum og galla. Þau eru auðveld í akstri og því tilvalið að leigja sér hjól einn dag til að halda kunnáttunni við. Einnig er hægt að leigja léttari 250 rsm torfæruhjól sem við bjóðum einnig uppá sérstök námskeið á. Hafðu samband við okkur í síma 869-1330 til að fá leigt hjól.

Njáll Gunnlaugsson

Búðu til þitt eigið nafnspjald