Hagsmunamál bifhjólafólks hafa lengi verið Njáli hugleikin. Í gegnum Bifhjólasamtök Lýðveldisins, Snigla hefur Njáll setið í tryggingarnefndum til að lækka tryggingar. Hann var í forsvari fyrir því að Sniglar gengu í Evrópusamtök mótorhjólafólks (EMA, seinna FEMA) og sat þar sem fulltrúi í rúm tvö ár. Einnig hefur hann unnið í umferðaátökum Snigla, meðal annars myndbandsinnskotum þeim sem gerð voru 1997. Loks stóð Njáll fyrir stærstu slysakönnun á mótorhjólaslysum á Íslandi, og þótt víðar væri leitað, ásamt Ágústi Mogensem hjá Rannsóknarnefnd umferðarslysa. Niðurstöðum þeirrar skýrslu getur þú halað niður hér fyrir neðan en hún náði yfir öll slys á 10 ára tímabili, frá 1991 til 2000.

bifsk.pdf

Nýjustu fréttir
Kurs jazdy na motor...
Informujemy, |e Bifhjólaskólinn Aðalbraut (szkola jazdy motorem) przeprowadzi...
Styttist í ađ...
Vegna góðrar veðurtíðar er stutt í að verkleg...
Frítt...
Viđ hjá Ađalbraut bjóđum uppá ţá nýjung ađ bjóđa ókeypis A1 mótorhjólapróf ţegar ţađ er tekiđ...

Mótorhjól til leigu

 

Við erum í góðu samstarfi við mótorhjólaleiguna Off Road Tours og bjóðum nemendum okkar að leigja mótorhjól á sérkjörum. Tvær gerðir ferðahjóla eru í boði, Honda NC750X og Honda Africa Twin 1000 og fást þau einnig leigð með töskum og galla. Þau eru auðveld í akstri og því tilvalið að leigja sér hjól einn dag til að halda kunnáttunni við. Einnig er hægt að leigja léttari 250 rsm torfæruhjól sem við bjóðum einnig uppá sérstök námskeið á. Hafðu samband við okkur í síma 869-1330 til að fá leigt hjól.

Njáll Gunnlaugsson

Búðu til þitt eigið nafnspjald