Spurt og svarað 

 

Ég er að hugsa um að taka þessi nýju A1 réttindi. Fyrir hvað standa þau?

-          A1-réttindi eru fyrir 125 rsm hjól sem eru að hámarki 11 Kw eða 15 hestöfl. Ekki þarf að taka sérstakt bóklegt námskeið fyrir skriflegt próf ef viðkomandi er með bílpróf en taka þarf að lágmarki 5 verklega tíma. Allir sem eru yfir 21 árs geta tekið þessi réttindi sem viðbót við bílpróf en það er ekki eins og erlendis þar sem að 16 ára getqa fengið þessi réttindi. Til þess þarf reglugerðarbreytingu.

Ef maður er með bílpróf, þarf maður þá að taka bóklegt námskeið og skriflegt próf fyrir mótorhjól?

-          Mótorhjólapróf (A-réttindi) er sér réttindaflokkur og þá þarf alltaf að taka sérstakt bóklegt námskeið og skriflegt próf. Námskeiðið skal vera 16 kennslustundir og má taka bóklegt próf í framhaldi af því.
 
Hvenær má sækja um bóklegt próf?
-          Að loknu bóklegu bifhjólanámskeiði (A) eða Ökuskóla 2 (B) má nemandi sækja um ökuskírteíni hjá afgreiðslu lögreglustjóra eða sýslumanns. Í Reykjavík er afgreiðsla ökuskírteina í Borgartúni 7. Tveimur virkum dögum seinna getur nemandi svo hringt í ökuprófsdeild Frumherja (570-9070) og pantað skriflegt próf sem tekin eru alla virka daga.
 
Ég er nýrorðinn 21 árs og hef verið með lítið mótorhjólapróf í 2 mánuði. Má ég þá aka stóru bifhjóli?
-          Sá sem verður 21 árs áður en tveggja ára reynslutíma á litlu mótorhjóli er lokið, getur tekið verklegt próf á mótorhjól yfir 50 hestöfl. Standist hann það fær hann strax full réttindi. Ekki þarf að taka undirbúningstíma nema nemandinn telji sig þurfa það.
 
Er hægt að fá æfingarleyfi á skellinöðru?
-          Eftir að nemandi hefur tekið bóklegt námskeið og grunntíma í akstri skellinöðru er hægt að skrifa upp á æfingarleyfi á skellinöðru. Það má gera allt að þremur mánuðum fyrir 15 ára afmælisdaginn.
Nýjustu fréttir
Kurs jazdy na motor...
Informujemy, |e Bifhjólaskólinn Aðalbraut (szkola jazdy motorem) przeprowadzi...
Styttist í ađ...
Vegna góðrar veðurtíðar er stutt í að verkleg...
Frítt...
Viđ hjá Ađalbraut bjóđum uppá ţá nýjung ađ bjóđa ókeypis A1 mótorhjólapróf ţegar ţađ er tekiđ...

Mótorhjól til leigu

 

Við erum í góðu samstarfi við mótorhjólaleiguna Off Road Tours og bjóðum nemendum okkar að leigja mótorhjól á sérkjörum. Tvær gerðir ferðahjóla eru í boði, Honda NC750X og Honda Africa Twin 1000 og fást þau einnig leigð með töskum og galla. Þau eru auðveld í akstri og því tilvalið að leigja sér hjól einn dag til að halda kunnáttunni við. Einnig er hægt að leigja léttari 250 rsm torfæruhjól sem við bjóðum einnig uppá sérstök námskeið á. Hafðu samband við okkur í síma 869-1330 til að fá leigt hjól.

Njáll Gunnlaugsson

Búðu til þitt eigið nafnspjald