Með ökuskírteini er veitt leyfi til að stjórna vélknúnu ökutæki í ökuréttindaflokki, einum eða fleiri, sem tilgreindur er á skírteininu. Ökuréttindaflokkar eru skilgreindir í þessari grein í samræmi við tilskipun nr. 2006/126/EB um ökuskírteini.

Flokkun ökutækja (Le-flokkar) er í samræmi við flokkun ökutækja í reglugerð um gerð og búnað ökutækja, sbr. tilskipun nr. 2002/24/EB (varðandi bifhjól) og tilskipun nr. 70/156/EBE (varðandi bifreiðar og önnur vélknúin ökutæki sem einkum eru ætluð til fólks- og vöruflutninga).

Ökuskírteini má gefa út frá þeim lágmarksaldri sem er tilgreindur fyrir hvern ökuréttinda­flokk.

Sá fyrirvari er gerður varðandi tengingu eftirvagns/tengitækis við ökutæki skv. þessari grein að leyfileg þyngd eftirvagns/tengitækis geti verið takmörkuð skv. skráningar­skírteini viðkomandi ökutækis.

Ökuréttindaflokkar eru:

1. AM-flokkur:

 1. réttindi til að stjórna léttu bifhjóli (í L1e- og L2e-flokki) sem er hannað til að ná 45 km aksturshraða á klst.:
  1. á tveimur hjólum,
  2. á þremur hjólum.

Ökuskírteini fyrir AM-flokk má veita þeim sem er orðinn 15 ára.

2. A1-flokkur:

 1. réttindi til að stjórna bifhjóli:
  1. á tveimur hjólum, með eða án hliðarvagns, (L3e-flokkur eða L4e-flokkur) með slagrými sem er ekki yfir 125 sm³, með afl sem er ekki yfir 11 kW og með afl/þyngdarhlutfall sem er ekki yfir 0,1 kW/kg,
  2. á þremur hjólum (L5e-flokkur) með afl sem er ekki yfir 15 kW,
 2. réttindi til að stjórna léttu bifhjóli í AM-flokki.

Ökuskírteini fyrir A1-flokk má veita þeim sem er orðinn 17 ára.

3. A2-flokkur:

 1. réttindi til að stjórna bifhjóli:
  1. á tveimur hjólum, með eða án hliðarvagns (L3e- eða L4e-flokkur) með afl sem er ekki yfir 35 kW og með afl/þyngdarhlutfall sem er ekki yfir 0,2 kW/kg, svo og bifhjóli sem hefur ekki verið breytt frá því að hafa áður meira en tvöfalt afl,
 2. réttindi til að stjórna:
  1. léttu bifhjóli í AM-flokki,
  2. bifhjóli í A1-flokki.

Ökuskírteini fyrir A2-flokk má veita þeim sem er orðinn 19 ára.

4. A-flokkur:

 1. réttindi til að stjórna bifhjóli:
  1. á tveimur hjólum með eða án hliðarvagns,
  2. á þremur hjólum með meira afl en 15 kW,
 2. réttindi til að stjórna:
  1. léttu bifhjóli í AM-flokki,
  2. bifhjóli í A1- og A2-flokki.

Ökuskírteini fyrir A-flokk má veita þeim sem er orðinn 24 ára en þó þeim sem orðinn er 21 árs, hafi hann í a.m.k. tvö ár haft ökuskírteini fyrir A2-flokk.

Nýjustu fréttir
Kurs jazdy na motor...
Informujemy, |e Bifhjólaskólinn Aðalbraut (szkola jazdy motorem) przeprowadzi...
Styttist í ađ...
Vegna góðrar veðurtíðar er stutt í að verkleg...
Frítt...
Viđ hjá Ađalbraut bjóđum uppá ţá nýjung ađ bjóđa ókeypis A1 mótorhjólapróf ţegar ţađ er tekiđ...

Mótorhjól til leigu

 

Við erum í góðu samstarfi við mótorhjólaleiguna Off Road Tours og bjóðum nemendum okkar að leigja mótorhjól á sérkjörum. Tvær gerðir ferðahjóla eru í boði, Honda NC750X og Honda Africa Twin 1000 og fást þau einnig leigð með töskum og galla. Þau eru auðveld í akstri og því tilvalið að leigja sér hjól einn dag til að halda kunnáttunni við. Einnig er hægt að leigja léttari 250 rsm torfæruhjól sem við bjóðum einnig uppá sérstök námskeið á. Hafðu samband við okkur í síma 869-1330 til að fá leigt hjól.

Njáll Gunnlaugsson

Búðu til þitt eigið nafnspjald