Fornhjól á Íslandi

Saga mótorhjóla, og varðveisla fornhjóla er Njáli mjög hugleikin og á hann nokkur fornhjól í fórum sínum. Meðal þeirra eru tvö gömul BMW hjól, R75/5 frá 1972 og svo fyrsta BMW hjól landsins sem er af gerðinni R60/2 1961 módel, en það er í uppgerð. Njáll hefur skrifað sögu mótorhjóla á Íslandi í máli og myndum og heldur það starf áfram. Njáll safnar líka upplýsingum í gagnabanka um fornhjól á Íslandi og er með um 2000 gamlar skráningar og yfir 500 gamlar ljósmyndir. Hægt er að skoða nokkrar þeirra undir Gallerý. Ef þú lumar á myndum eða öðrum heimildum um fornhjól á Íslandi væri gaman að heyra frá þér, eins er öllum sem áhuga hafa velkomið að fá upplýsingar úr gagnabankanum, til dæmis til að sannreyna hvaða skráningarmerki hjól hefur haft eða annað. Eins má lesa greinar eftir Njál um fornhjól undir Ritstörf/greinar.

Nýjustu fréttir
Kurs jazdy na motor...
Informujemy, |e Bifhjólaskólinn Aðalbraut (szkola jazdy motorem) przeprowadzi...
Styttist í ađ...
Vegna góðrar veðurtíðar er stutt í að verkleg...
Frítt...
Viđ hjá Ađalbraut bjóđum uppá ţá nýjung ađ bjóđa ókeypis A1 mótorhjólapróf ţegar ţađ er tekiđ...

Mótorhjól til leigu

 

Við erum í góðu samstarfi við mótorhjólaleiguna Off Road Tours og bjóðum nemendum okkar að leigja mótorhjól á sérkjörum. Tvær gerðir ferðahjóla eru í boði, Honda NC750X og Honda Africa Twin 1000 og fást þau einnig leigð með töskum og galla. Þau eru auðveld í akstri og því tilvalið að leigja sér hjól einn dag til að halda kunnáttunni við. Einnig er hægt að leigja léttari 250 rsm torfæruhjól sem við bjóðum einnig uppá sérstök námskeið á. Hafðu samband við okkur í síma 869-1330 til að fá leigt hjól.

Njáll Gunnlaugsson

Búðu til þitt eigið nafnspjald