Núverandi mótorhjól

Mótorhjólin sem Njáll á eru nokkur en það sem hann notar mest er BMW HP2. Þetta hjól er svokallað Endurohjól og það kraftmesta sem fæst í þeim flokki, eða 105 hestöfl. Njáll á fleiri BMW hjól eins og R75/5 1972 módel sem hann hefur átt síðan 1994. Í hans eigi er líka fyrsta BMW hjól landsins sem er R60/2 1961 en það hjól er nú í uppgerð. Loks á Njáll eitt BMW hjól í Evrópu til notkunar þar, en það er K100RS 1988. Eins og sjá má eru BMW hjólin í uppáhaldi en tegundirnar eru þó fleiri. Helsta leiktækið er Sherco 290 klifurmótorhjól. Nýlega eignaðist hann líka Kawasaki GPz 1100 1982 og GPz 550 1981 sem hann átti sjálfur fyrir meira en 20 árum síðan.

  

Fyrrverandi mótorhjól:


Kawasaki GPz550 1981

Kawasaki GPz1100 1982

Yamaha XV750 Virago 1987

Kawasaki GPz1100 1982

Honda CB750 Hardtail 1972

Honda CB750 1983

Yamaha Virago 920 1983

Honda XR600 1984

Kawasaki GPz1100 1984

Yamaha XJ600 1999

BMW F650 1993

....og margt fleira.

Nýjustu fréttir
Kurs jazdy na motor...
Informujemy, |e Bifhjólaskólinn Aðalbraut (szkola jazdy motorem) przeprowadzi...
Styttist í ađ...
Vegna góðrar veðurtíðar er stutt í að verkleg...
Frítt...
Viđ hjá Ađalbraut bjóđum uppá ţá nýjung ađ bjóđa ókeypis A1 mótorhjólapróf ţegar ţađ er tekiđ...

Mótorhjól til leigu

 

Við erum í góðu samstarfi við mótorhjólaleiguna Off Road Tours og bjóðum nemendum okkar að leigja mótorhjól á sérkjörum. Tvær gerðir ferðahjóla eru í boði, Honda NC750X og Honda Africa Twin 1000 og fást þau einnig leigð með töskum og galla. Þau eru auðveld í akstri og því tilvalið að leigja sér hjól einn dag til að halda kunnáttunni við. Einnig er hægt að leigja léttari 250 rsm torfæruhjól sem við bjóðum einnig uppá sérstök námskeið á. Hafðu samband við okkur í síma 869-1330 til að fá leigt hjól.

Njáll Gunnlaugsson

Búðu til þitt eigið nafnspjald