Ökukennarinn

Njáll Gunnlaugsson er fæddur 1967 og lauk ökukennaranámi frá Kennaraháskólanum árið 1998.
Njáll kennir bæði á bíl og mótorhjól og hefur mikla akstursreynslu, meðal annars í gegnum starf sitt sem bílablaðamaður í áratug. Hann hefur tekið þátt í akstursnámskeiðum hjá framleiðendum eins og BMW og Porsche á brautum og ís. Auk þess hefur Njáll sótt torfæruhjólanámskeið BMW í Hechlingen. Njáll hefur ritstýrt DV-bílum og tímaritinu Bílar og Sport og er einn stofnanda Bandalags íslenskra bilablaðamanna (BÍBB) sem hann var formaður fyrir.
Njáll er höfundur bókarinnar “Akstur og umferð bifhjóla” sem er sú kennslubók í mótorhjólaakstri sem að allir styðjast við í dag, en hann er einnig höfundur bókarinnar “Þá riðu hetjur um héröð” sem greinir frá 100 ára sögu mótorhjólsins á Íslandi.
Nýjustu fréttir
Kurs jazdy na motor...
Informujemy, |e Bifhjólaskólinn Aðalbraut (szkola jazdy motorem) przeprowadzi...
Styttist í ađ...
Vegna góðrar veðurtíðar er stutt í að verkleg...
Frítt...
Viđ hjá Ađalbraut bjóđum uppá ţá nýjung ađ bjóđa ókeypis A1 mótorhjólapróf ţegar ţađ er tekiđ...

Mótorhjól til leigu

 

Við erum í góðu samstarfi við mótorhjólaleiguna Off Road Tours og bjóðum nemendum okkar að leigja mótorhjól á sérkjörum. Tvær gerðir ferðahjóla eru í boði, Honda NC750X og Honda Africa Twin 1000 og fást þau einnig leigð með töskum og galla. Þau eru auðveld í akstri og því tilvalið að leigja sér hjól einn dag til að halda kunnáttunni við. Einnig er hægt að leigja léttari 250 rsm torfæruhjól sem við bjóðum einnig uppá sérstök námskeið á. Hafðu samband við okkur í síma 869-1330 til að fá leigt hjól.

Njáll Gunnlaugsson

Búðu til þitt eigið nafnspjald