Bílprófið

Bílprófið í dag skiptist í tvennt, bóklegt og verklegt nám, en til viðbótar við það getur nemandinn sótt um æfingarakstur eftir að grunnþætti námsins er lokið. Nemandinn þarf að taka 16-24 kennslustundir að lágmarki samkvæmt námskrá. Hægt er að sækja um æfingarakstur þegar nemandinn hefur lokið Ökuskóla 1 og 7 kennslustundum í bílnum. Í lok æfingaraksturs er Ökuskóli 2 og í framhaldinu bóklegt próf, sem tekið er hjá Frumherja. Taka má bóklegt próf allt að 2 mánuðum fyrir 17 ára afmælisdaginn en verklegt allt að 1 viku fyrir afmælisdaginn. Bóklega námið er tekið hjá Ökuskólanum ehf. (okuskólinn.is) og sér Njáll um að útvega öll námsgögn eins og kennslubók, ökunámsbok og segulspjald fyrir æfingarakstur.
 
Auk þess að undirbúa nemandann í öllum innanbæjarakstri er farið með nemandann út fyrir bæinn í þjóðvegaakstur og akstur á malarvegum. Þegar skilyrði eru til þess er nemandinn þjáfaður í hálkuakstri en einnig er hægt að panta tíma í hálkuakstri þegar námi er lokið eða meðan á æfingarakstri stendur.
Nýjustu fréttir
Kurs jazdy na motor...
Informujemy, |e Bifhjólaskólinn Aðalbraut (szkola jazdy motorem) przeprowadzi...
Styttist í ađ...
Vegna góðrar veðurtíðar er stutt í að verkleg...
Frítt...
Viđ hjá Ađalbraut bjóđum uppá ţá nýjung ađ bjóđa ókeypis A1 mótorhjólapróf ţegar ţađ er tekiđ...

Mótorhjól til leigu

 

Við erum í góðu samstarfi við mótorhjólaleiguna Off Road Tours og bjóðum nemendum okkar að leigja mótorhjól á sérkjörum. Tvær gerðir ferðahjóla eru í boði, Honda NC750X og Honda Africa Twin 1000 og fást þau einnig leigð með töskum og galla. Þau eru auðveld í akstri og því tilvalið að leigja sér hjól einn dag til að halda kunnáttunni við. Einnig er hægt að leigja léttari 250 rsm torfæruhjól sem við bjóðum einnig uppá sérstök námskeið á. Hafðu samband við okkur í síma 869-1330 til að fá leigt hjól.

Njáll Gunnlaugsson

Búðu til þitt eigið nafnspjald