Bifhjólanám

A

ökuréttindin

Með ökuskírteini er veitt leyfi til að stjórna vélknúnu ökutæki í ökuréttindaflokki, einum eða fleiri, sem tilgreindur er á skírteininu. Ökuréttindaflokkar eru skilgreindir í þessari grein í samræmi við tilskipun nr. 2006/126/EB um ökuskírteini. Flokkun ökutækja (Le-flokkar) er í samræmi við flokkun ökutækja í reglugerð um gerð og búnað ökutækja, sbr. tilskipun nr. 2002/24/EB (varðandi bifhjól) og tilskipun nr. 70/156/EBE (varðandi bifreiðar og önnur vélknúin ökutæki sem einkum eru ætluð til fólks- og vöruflutninga).

panta tíma →

b

skírteinið

Ökuskírteini má gefa út frá þeim lágmarksaldri sem er tilgreindur fyrir hvern ökuréttinda-flokk. Sá fyrirvari er gerður varðandi tengingu eftirvagns/tengitækis við ökutæki skv. þessari grein að leyfileg þyngd eftirvagns/tengitækis geti verið takmörkuð skv. skráningar¬skírteini viðkomandi ökutækis.

 

c

skipting réttinda

Mótorhjólin sem Njáll kennir á eru nokkur.  Fyrir próf á A1 mótorhjól (yngri en 19 ára) er Njáll með Suzuki VanVan 125 sem einnig er hentugt fyrir þá sem vilja byrja smátt. Einnig erum við með Kawasaki ER-6N og 100 hestafla Yamaha FZ6N með ABS bremsum.

1. AM-flokkur:

a. réttindi til að stjórna léttu bifhjóli (í L1e- og L2e-flokki) sem er hannað til að ná 45 km aksturshraða á klst.:

i. á tveimur hjólum,

ii. á þremur hjólum.

 

Ökuskírteini fyrir AM-flokk má veita þeim sem er orðinn 15 ára.

2. A1-flokkur:

a. réttindi til að stjórna bifhjóli:

i. á tveimur hjólum, með eða án hliðarvagns, (L3e-flokkur eða L4e-flokkur) með slagrými sem er ekki yfir 125 sm³, með afl sem er ekki yfir 11 kW og með afl/þyngdarhlutfall sem er ekki yfir 0,1 kW/kg,

ii. á þremur hjólum (L5e-flokkur) með afl sem er ekki yfir 15 kW,

b. réttindi til að stjórna léttu bifhjóli í AM-flokki.

 

Ökuskírteini fyrir A1-flokk má veita þeim sem er orðinn 17 ára.

3. A2-flokkur:

a. réttindi til að stjórna bifhjóli:

i. á tveimur hjólum, með eða án hliðarvagns (L3e- eða L4e-flokkur) með afl sem er ekki yfir 35 kW og með afl/þyngdarhlutfall sem er ekki yfir 0,2 kW/kg, svo og bifhjóli sem hefur ekki verið breytt frá því að hafa áður meira en tvöfalt afl,

b. réttindi til að stjórna:

i. léttu bifhjóli í AM-flokki,

ii. bifhjóli í A1-flokki.

 

Ökuskírteini fyrir A2-flokk má veita þeim sem er orðinn 19 ára.

4. A-flokkur:

a. réttindi til að stjórna bifhjóli:

i. á tveimur hjólum með eða án hliðarvagns,

ii. á þremur hjólum með meira afl en 15 kW,

b. réttindi til að stjórna:

i. léttu bifhjóli í AM-flokki,

ii. bifhjóli í A1- og A2-flokki.

 

Ökuskírteini fyrir A-flokk má veita þeim sem er orðinn 24 ára en þó þeim sem orðinn er 21 árs, hafi hann í a.m.k. tvö ár haft ökuskírteini fyrir A2-flokk.

panta tíma →

myndasafn

netfang

njall@adalbraut.is

sími

898 3223

heimilisfang

Silungakvísl 4, 110 Reykjavík

AÐALBRAUT

fylgdu okkur

lærðu umferðarmerkin