spurt og svarð
Smelltu á spurningaboxin til að sjá svörin
SPURNINGAR VIÐ FRAMHJÓL
Spurning 1
Hvar er fylgst með hemlavökva og hvað gerir þú ef vökvinn minnkar óeðlilega á kerfinu og hvar er bætt á forðabúr?
Svar við spurningu 1
Sýna kvarða, og hvar bætt á ,tvöfalt kerfi, fram og aftur.
Spurning 2
Hvernig athugar þú með sjónskoðun hvort hemlar bifhjólsins
séu í lagi?
Svar við spurningu 2
Snúa hjóli ath. kast í diskum - þykkt diska sbr. handbók - slit á klossum.
Spurning 3
Hvenær á handhemill að hafa náð fullri virkni við átakshemlun?
Svar við spurningu 3
Áður en armur hefur gengið 2/3 að handfangi.
Spurning 4
Hvernig athugar þú hvort hjólalegur og stýrislegur (framhjól) séu í lagi?
Svar við spurningu 4
Taka um dekkið ofan/neðan og ath hvort hægt að hreyfa til, snúa hjóli og ath hvort urgar í legu. Lyfta gaffli, skoða hlaup til að athuga stýrislegu.
Spurning 5
Hversu mikið má slit eða slag má vera í stýris og hjólalegum?
Svar við spurningu 5
Ekkert slag má vera og ef slag finnst þarf að láta athuga legur hið fyrsta.
Spurning 6
Hvaða hættu getur leki í framdempurum haft í för með sér?
Svar við spurningu 6
Demparaolía lekur niður á diska og klossa og minnkar hemlunargetu hjólsins til muna.
SPURNINGAR VIÐ AFTURHJÓL
Spurning 1
Hvernig berðu þig til við að strekkja drifkeðju bifhjóls?
Svar við spurningu 1
Ath. handbók - losa um - herða jafnt báðum megin - merkingar - festa hjól aftur, stilling.
Spurning 2
Hvernig athugar þú slit á keðju?
Svar við spurningu 2
Athuga slaka, toga í keðju við tannhjól.
Spurning 3
Hvaða eftirlit þarft þú að hafa með fjöðrunarbúnaði hjólsins (dempurum)?
Svar við spurningu 3
Slit, pakkdósir að framan, festingar, fjöðrun - stilling/fylling afturdempara, hvenær á að stilla: gas, olía.
Spurning 4
Hverju þarf að huga að varðandi burðarvirki (grind), fram- og afturgaffla?
Svar við spurningu 4
Án skemmda, ekki skekkt - rétt sporun, gafflar séu réttir, hosur í góðu standi - enginn leki.
Spurning 5
Hvað þarf sérstaklega að hafa í huga varðandi dekkin?
Svar við spurningu 5
Athuga merki á dekkjum, slit og annað, snúningsátt á felgu (píla), mæla loftþrýsting, hvar merktur á hjóli .
Spurning 6
Hvaða þrjár gerðir af drifbúnaði eru í mótorhjólum?
Svar við spurningu 6
Keðja, reim og drifskaft.
Spurning 7
Hvaða eftirlit þarftu að hafa með pústkerfi hjólsins?
Svar við spurningu 7
Hvort það pústi út um göt eða samsetningar og hvort að hitahlífar séu á þeim stöðum þar sem ökumaður eða farþegi er með hendur eða fætur.
Spurning 8
Hvaða ljósabúnaður er skyldubúnaður að aftan?
Svar við spurningu 8
Aðalljós (stöðuljós), bremsuljós, stefnuljós, númeraljós og glitauga.
Ofan á hjóli - Öryggisbúnaður - gaumljós
Spurning 1
Hver er helsti hlífðarbúnaður ökumanns og farþega og hver eru helstu álagssvæði sem reynt er að hlífa?
Svar við spurningu 1
Hjálmur, leðurhanskar, -skór (yfir ökkla), -jakki, -buxur, -galli - vernda höfuð, háls, hrygg, axlir, olnbogar, mjaðmir, hné, ökklar.
Spurning 2
Hver þarf helsti aðbúnaður fyrir farþega bifhjóls að vera?
Svar við spurningu 2
Sæti, fótstig, handfesta (fyrir hjálm og utan góðan hlífðarbúnað).
Spurning 3
Hvað þarft þú að hafa í huga í sambandi við hjálminn?
Svar við spurningu 3
Stærð fyrir þitt höfuð, eiginleikar, hvað ber að varast í meðhöndlun, festingar, geymsla, huga að hlífðarglerinu.
Spurning 4
Um hvað þarftu að fræða óvana áður en þú tekur farþega?
Svar við spurningu 4
Sæti, fótstig, handfestu, tilburði í akstri og sérlega í beygjum.
Spurning 5
Útskýrðu notkun á helstu rofum í mælaborði og flautu?
Svar við spurningu 5
Setja á stöðu-, lá-, há-ljós, stefnuljós.
Spurning 6
Hvað þarftu að athuga varðandi spegla?
Svar við spurningu 6
Fastir og rétt stilltir, tveir á stóru bifhjóli. E-merking.
Spurningar á munnlegu prófi fyrir skellinöðru
Spurning 1
Hver er æskilegur hlífðarbúnaður ökumanns?
Svar við spurningu 1
Hjálmur, hlífðarhanskar, jakki, buxur og skór (yfir ökla).
Spurning 2
Hvað þarft þú að hafa í huga í sambandi við hjálminn?
Svar við spurningu 2
Stærð fyrir höfuð, viðurkenning, eiginleikar, hvað ber að varast í meðhöndlun, festingar, geymsla, huga að hlífðarglerinu, -gleraugum.
Spurning 3
Sýndu hvernig þú kannar hvort hemlarbúnaður sé í lagi?
Svar við spurningu 3
Geta bent á forðabúr bremsuvökva, bremsluslöngur (sprungur, leki), barka, skálar og borðar, diskar og klossar og stöðu á armi. Handhemill nái fullri virkni áður en handfang hafi gengið 2/3 af heildarfærslu.
Spurning 4
Sýndu hvernig þú athugar ástand dekkja?
Svar við spurningu 4
Slit, 1,6mm , loftþrýstingur og snúningsátt.
Spurning 5
Sýndu hvernig þú athugar hvort hjóla- og stýrislegur séu í lagi? Hvað má slag í þeim vera?
Svar við spurningu 5
Tekið á hjóli og kanna hvort hreyfing sá við legu. Kanna urg í legu. Ýta hjóli upp að vegg til að kanna slag í stýrislegum. Ekkert slag má vera.
Spurning 6
Hvaða ljósabúnaður er skyldubúnaður að framan?
Svar við spurningu 6
Há og lág ljós, stöðuljós og stefnuljós.
ferðast hér
AÐALBRAUT