verklegar æfingar

 

 

Leiða hjól

Akstur um svæði og í U-beygju

Próftaki skal taka hjól af standara og leiða áfram og í sem næst 90° beygju til vinstri frá B-hliði til D og bakka hjólinu frá D og inn í C-hlið og setja á standara. Próftaki skal hafa fullt vald á hjóli (rautt).

Próftaki skal aka umhverfis keilusvæði eftir vali prófdómara annað hvort rangsælis eða réttsælis frá C-hliði og enda í U-beygju í C-hliði. Hraði þarf að ná 30 km. Báðir hringir enda í stoppi með framhjól í C-hliði. Próftaki skal sýna rétta ásetu og ljúka hring á U-beygju án þess að fella keilur eða setja niður fót (svart).

 

 

Snigilakstur

keilusvig

Próftaki skal aka eftir keilubrautinni endilangri á eðlilegum gönguhraða frá C-hliði í A-hlið, með prófdómara gangandi sér á aðra hönd og keilur á hina. Próftaki skal halda vel jafnvægi, án þess að rása eða setja niður fót. Miða skal við 5 – 7 km hraða (appelsínugult).

Próftaki skal aka eins og í svigi á milli níu keilna frá A-hliði til C-hliðs. Engin tímamæling er í þessari æfingu. Keilubilið skal vera minnkandi, byrjar á 6 m og endar á 3 m. Ef próf er tekið á óvenju stórt kennsluhjól má lengja bil milli síðustu keilna í 4 metra og C-línu samsvarandi. Próftaki skal ekki setja niður fót né fella keilur (blátt).

 

 

Nauðhemlun

Sveigt frá hindrun

Próftaki skal aka eftir aðkeyrslubraut að keilubrautinni við A-hlið og vera á 50 km hraða (40 km fyrir AM). Þegar komið er með framhjól í B-hlið skal próftaki nauðhemla af öryggi þar til hjólið hefur numið staðar. Miða skal við að hemlunarvegalengdin sé ekki lengri en 12 metrar (8 metrar fyrir AM). Tillit má taka til votviðris á þann hátt að heimila lengri hemlunarvegalengd. Próftaki ræður hvort hann notar aðeins framhemla (grænt).

Próftaki skal aka eftir aðkeyrslubraut að keilubrautinni og vera á 50 km hraða (40 km fyrir AM). Þegar komið er með framhjól í B-hlið skal hann beita gagnstýringu og sveigja til vinstri hjá hindrun (C-línu) að E (ljósgrænt).

netfang

njall@adalbraut.is

sími

898 3223

heimilisfang

Silungakvísl 4, 110 Reykjavík

AÐALBRAUT

fylgdu okkur

lærðu umferðarmerkin