Ökukennsla Aðalbrautar

 
- Lærðu hjá þeim sem stunda sportið! 

Aðalbraut sf. er 19 ára gamalt fyrirtæki sem sérhæfir sig í ökukennslu og ýmsu því er henni tengist. Stofnandinn heitir Njáll Gunnlaugsson og er þekktur bílablaðamaður og mótorhjólamaður til meira en 20 ára. Við höfum áhuga á öllu því er hreyfist fyrir eigin vélarafli og leggjum okkur fram við að koma þeirri þekkingu sem við höfum aflað áleiðis til nýrra ökumanna. Okkar mat er að til að miðla þurfum við að vera í hringiðunni sjálfir. Því viljum við bjóða þér að fræðast aðeins á þessum síðum um fyrir hvað við stöndum.

Njáll Gunnlaugsson hefur verið viðriðinn mótorhjól frá því að hann mátti keyra og jafnvel fyrr og átt fjölda mótorhjóla af öllum gerðum. Njáll er virkur félagi í Sniglum og fleirum mótorhjólaklúbbnum. Hann hefur og verið stjórnarmaður í Sniglum og MSÍ. Hagsmunir mótorhjólafólks eru honum hugleiknir og þess vegna hefur hann unnið ötullega að bæta þá síðan hann gekk í Sniglana árið 1993. Njáll hefur samið tvær bækur um mótorhjól, kennslubók þá sem kennd er í bifhjólanáminu og sögu mótorhjólsins á Íslandi í 100 ár. Að lokum situr hann í nefnd Ökukennarafélags Íslands þar sem hann sinnir málefnum mótorhjóla.

Nýjustu fréttir
Kurs jazdy na motor...
Informujemy, |e Bifhjólaskólinn Aðalbraut (szkola jazdy motorem) przeprowadzi...
Styttist í ađ...
Vegna góðrar veðurtíðar er stutt í að verkleg...
Frítt...
Viđ hjá Ađalbraut bjóđum uppá ţá nýjung ađ bjóđa ókeypis A1 mótorhjólapróf ţegar ţađ er tekiđ...

Mótorhjól til leigu

 

Við erum í góðu samstarfi við mótorhjólaleiguna Off Road Tours og bjóðum nemendum okkar að leigja mótorhjól á sérkjörum. Tvær gerðir ferðahjóla eru í boði, Honda NC750X og Honda Africa Twin 1000 og fást þau einnig leigð með töskum og galla. Þau eru auðveld í akstri og því tilvalið að leigja sér hjól einn dag til að halda kunnáttunni við. Einnig er hægt að leigja léttari 250 rsm torfæruhjól sem við bjóðum einnig uppá sérstök námskeið á. Hafðu samband við okkur í síma 869-1330 til að fá leigt hjól.

Njáll Gunnlaugsson

Búðu til þitt eigið nafnspjald