Njáll Gunnlaugsson ökukennari
Fjölþætt reynsla
Njáll Gunnlaugsson er fæddur 1967 og lauk ökukennaranámi frá Kennaraháskólanum árið 1998. Njáll kennir bæði á bíl og mótorhjól og hefur mikla akstursreynslu, meðal annars í gegnum starf sitt sem bílablaðamaður í áratugi.
Hann hefur tekið þátt í akstursnámskeiðum hjá framleiðendum eins og BMW og Porsche á brautum og ís. Auk þess hefur Njáll sótt torfæruhjólanámskeið BMW í Hechlingen.

Bílablaðamennska
Njáll hefur ritstýrt DV-bílum, tímaritinu Bílar og Sport og billinn.is, skrifað fyrir bílablað Morgunblaðsins og er auk þess einn stofnanda Bandalags íslenskra bilablaðamanna (BÍBB).

Rithöfundurinn
Njáll er höfundur bókarinnar “Akstur og umferð bifhjóla” sem er sú kennslubók í mótorhjólaakstri sem að allir styðjast við í dag,
Þá riðu hetjur um héruð
Njáll er einnig höfundur bókarinnar “Þá riðu hetjur um héruð” sem greinir frá 100 ára sögu mótorhjólsins á Íslandi.
Þá riðu hetjur um héruð bókina má kaupa á vef Tíunnar, bifhjólasamtaka Norðuramts en allur ágóði af sölu bókarinnar rennur til Mótorhjólasafns Íslands.
Ameríska goðsögnin
Saga Harley-Davidson mótorhjóla á Íslandi
Saga hinna goðsagnakenndu Harley-Davidson-mótorhjóla í máli og myndum, frá því að þau fyrstu birtust á Íslandi árið 1917. Þá upphófst sannkölluð gullöld þeirra, en eftir stríð tók lögreglan þau í þjónustu sína. Einnig er fjallað um nokkrar aðrar gerðir amerískra mótorhjóla sem bárust til landsins. Ómissandi bók fyrir áhugafólk um vélknúin ökutæki.

