Skellinöðrupróf

Létt bifhjól - AM ökuréttindi

AM-flokkur:

a. réttindi til að stjórna léttu bifhjóli (í L1e- og L2e-flokki) sem er hannað til að ná 45 km aksturshraða á klst.:

i. á tveimur hjólum,

ii. á þremur hjólum.

Ökuskírteini fyrir AM-flokk má veita þeim sem er orðinn 15 ára.

Skellinöðrupróf

Hvenær má taka skellinöðrupróf?

Til að hefja ökunám á létt bifhjól í AM flokki, þarfu að vera orðin 15 ára. 

Hvernig gengur ferlið fyrir sig?

Til að hefja ökunám á létt bifhjól í AM flokki, þarftu að byrja á því að fá námsheimild hjá sýslumanninum á höfuðborgarsvæðinu, sjá á Ísland.is

Bóklega námið, Ökuskóli 1 er það sama og fyrir bílprófið, svo þú þarft ekki að taka Ökuskóla 1 aftur þegar þú tekur bílpróf.  Bóklega prófið er tekið hjá Frumherja og er til að meta þekkingu nemandans á umferðarreglum og öryggismálum.

Verklegt nám, þú þarft að taka ökutíma hjá löggiltum ökukennara. Kennarinn skrifar undir staðfestingu þegar nemandinn hefur lokið náminu, í þar til gerða ökunámsbók.  Verklegt próf er lokapróf þar sem nemandinn sýnir fram á kunnáttu í akstri en auk þess er munnlegur hluti þar sem ökunemi þarf að svara spurningum prófdómara.

Spurt og svarað

Spurningar og svör við munnlegum prófum fyrir bifhjól og skellinöðrupróf.

Skellinöðrupróf

Verklegar æfingar

Verklegar æfingar fyrir mótorhjólapróf eru sýndar með myndböndum.

Scroll to Top