Skellinöðrupróf
Létt bifhjól - AM ökuréttindi
AM-flokkur:
a. réttindi til að stjórna léttu bifhjóli (í L1e- og L2e-flokki) sem er hannað til að ná 45 km aksturshraða á klst.:
i. á tveimur hjólum,
ii. á þremur hjólum.
Ökuskírteini fyrir AM-flokk má veita þeim sem er orðinn 15 ára.

Hvenær má taka skellinöðrupróf?
Til að hefja ökunám á létt bifhjól í AM flokki, þarfu að vera orðin 15 ára.
- Bóklegt nám - Ökuskóli 1
- Verklegt nám - tímar hjá ökukennara
Hvernig gengur ferlið fyrir sig?
Til að hefja ökunám á létt bifhjól í AM flokki, þarftu að byrja á því að fá námsheimild hjá sýslumanninum á höfuðborgarsvæðinu, sjá á Ísland.is.
Bóklega námið, Ökuskóli 1 er það sama og fyrir bílprófið, svo þú þarft ekki að taka Ökuskóla 1 aftur þegar þú tekur bílpróf. Bóklega prófið er tekið hjá Frumherja og er til að meta þekkingu nemandans á umferðarreglum og öryggismálum.
Verklegt nám, þú þarft að taka ökutíma hjá löggiltum ökukennara. Kennarinn skrifar undir staðfestingu þegar nemandinn hefur lokið náminu, í þar til gerða ökunámsbók. Verklegt próf er lokapróf þar sem nemandinn sýnir fram á kunnáttu í akstri en auk þess er munnlegur hluti þar sem ökunemi þarf að svara spurningum prófdómara.
- Bóklegt nám - Ökuskóli 1
- Bóklegt próf - Frumherji
- Verklegt nám - tímar hjá ökukennara
- Verklegt próf - með prófdómara

Spurt og svarað
Spurningar og svör við munnlegum prófum fyrir bifhjól og skellinöðrupróf.

Verklegar æfingar
Verklegar æfingar fyrir mótorhjólapróf eru sýndar með myndböndum.