Ökunám
Skilyrði til að hefja ökunám
Skilyrði til þess að hefja ökunám eru:
- Að hafa náð 16 ára aldri
- Að hafa fullnægjandi sjón og heyrn
- Að vera líkamlega og andlega hæfur til að stjórna ökutæki
- Að hafa fasta búsetu á Íslandi

Námsheimild frá sýslumanni
Til þess að hefja ökunám þarf ökunemi að sækja um námsheimild hjá sýslumanni, rafrænt.
Auk þess þarf að skila gögnum til sýslumanns, á skrifstofu
- Passamynd á ljósmyndapappír, með einlitum bakgrunni, stærð 35 x 45 mm
- Framvísa persónuskilríkjum &
- Gefa undirritun
Bifhjólapróf
Mótorhjólapróf eða réttindi til að stjórna bifhjóli skiptast í þrennt, A1 A2 og A. A1 er fyrsta prófið fyriri 17 ára, A2 fyrir 19 ára og A réttindi má veita þeim sem er orðinn 24 ára en þó þeim sem orðinn er 21 árs, hafi hann í a.m.k. tvö ár haft ökuskírteini fyrir A2-flokk.
Bílpróf
Bílprófið í dag skiptist í tvennt, bóklegt og verklegt nám, en til viðbótar við það getur nemandinn sótt um æfingarakstur eftir að grunnþætti námsins er lokið. Nemandinn þarf að taka 15-24 kennslustundir að lágmarki samkvæmt námskrá.
Skellinöðrupróf
Skellinöðrupróf er hægt að taka þegar ökunemi er 15 ára. Skellinöðrupróf eru AM réttindi, þ.e. réttindi til að stjórna léttu bifhjóli (í L1e- og L2e-flokki), á tveimur eða þremur hjólum sem er hannað til að ná 45 km aksturshraða á klst.

Spurt og svarað
Spurningar og svör við munnlegum prófum fyrir bifhjól og skellinöðrupróf.

Verklegar æfingar
Verklegar æfingar fyrir mótorhjólapróf eru sýndar með myndböndum.
Netökuskólinn
Netökuskólinn er fjarnámsskóli sem býður upp á ýmis bókleg námskeið í tengslum við akstur og umferð.
Ökuskóli 1 og 2 ásamt bifhjólanámskeiðinu eru einnig til á ensku og pólsku.
Hægt er að hlusta á námsefnið.