Bifhjólapróf

A1 bifhjólaréttindi

A1-flokkur:

a. réttindi til að stjórna bifhjóli:

i. á tveimur hjólum, með eða án hliðarvagns, (L3e-flokkur eða L4e-flokkur) með slagrými sem er ekki yfir 125 sm³, með afl sem er ekki yfir 11 kW og með afl/þyngdarhlutfall sem er ekki yfir 0,1 kW/kg,

ii. á þremur hjólum (L5e-flokkur) með afl sem er ekki yfir 15 kW,

b. réttindi til að stjórna léttu bifhjóli í AM-flokki.

Ökuskírteini fyrir A1-flokk má veita þeim sem er orðinn 17 ára.

Bifhjólanemi

A2 bifhjólaréttindi

a. réttindi til að stjórna bifhjóli:

i. á tveimur hjólum, með eða án hliðarvagns (L3e- eða L4e-flokkur) með afl sem er ekki yfir 35 kW og með afl/þyngdarhlutfall sem er ekki yfir 0,2 kW/kg, svo og bifhjóli sem hefur ekki verið breytt frá því að hafa áður meira en tvöfalt afl,

b. réttindi til að stjórna:

i. léttu bifhjóli í AM-flokki,

ii. bifhjóli í A1-flokki.

 

Ökuskírteini fyrir A2-flokk má veita þeim sem er orðinn 19 ára.

A bifhjólaréttindi

a. réttindi til að stjórna bifhjóli:

i. á tveimur hjólum með eða án hliðarvagns,

ii. á þremur hjólum með meira afl en 15 kW,

b. réttindi til að stjórna:

i. léttu bifhjóli í AM-flokki,

ii. bifhjóli í A1- og A2-flokki.

 

Ökuskírteini fyrir A-flokk má veita þeim sem er orðinn 24 ára en þó þeim sem orðinn er 21 árs, hafi hann í a.m.k. tvö ár haft ökuskírteini fyrir A2-flokk.

Kennsluhjólin

Kennsluhjól Suzuki VanVan

Suzuki VanVan

Suzuki VanVan 125 2007
Hestöfl: 15
Flokkur: A1
ABS: Nei

Yamaha FZ6N

Yamaha FZ6N 2009
Hestöfl: 97
Flokkur: A
ABS: Já

Kawasaki ER-6F

Kawasaki ER-6f 2012
Hestöfl: 71
Flokkur: A
ABS: Nei

Husqvarna 401 SP

Husqvarna 401 Svartpilen 2018
Hestöfl: 43
Flokkur: A2
ABS: Já

Scroll to Top